6. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2025 Allir dagar |
6. nóvember er 310. dagur ársins (311. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 55 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1362 - Guglielmo de Grimoard varð Úrbanus 5. páfi.
- 1632 - Svíar sigruðu her keisarans í orrustunni við Lützen en konungur þeirra Gústaf 2. Adolf féll.
- 1796 - Dómkirkjan í Reykjavík vígð. Hún var 8 ár í byggingu og var síðan endurbyggð 1848 og endurbætur gerðar 1879.
- 1796 (gamli stíll, 17. nóvember samkvæmt gregorísku tímatali) - Katrín mikla Rússakeisaraynja dó og Páll 1. sonur hennar varð keisari.
- 1816 - James Monroe vann sigur á Rufus King í forsetakosningum í Bandaríkjunum.
- 1860 - Abraham Lincoln var kjörinn Bandaríkjaforseti.
- 1864 - Bókasafn Akraness var stofnað.
- 1918 - Talið var að þriðjungur Reykvíkinga hefði veikst af spænsku veikinni.
- 1920 - Hríseyjarviti tekinn í notkun.
- 1921 - Átta aldir voru liðnar frá andláti Jóns Ögmundssonar, fyrsta biskups á Hólum. Var þess minnst með minningarhátíð í Landakotskirkju.
- 1943 - Í tímaritinu Genetics birtist grein eftir Salvador Luria og Max Delbrück þar sem þeir greina frá tilraun sinni og sýna fram á að stökkbreytingar eru slembiháðar, en koma ekki til vegna aðlögunar.
- 1954 - Veitingahúsið Naustið opnað í Reykjavík. Naustið var fyrst veitingahúsa til að bjóða upp á Þorramat á Þorranum.
- 1975 - Sex Pistols léku á sínum fyrstu tónleikum í menntaskóla í London.
- 1975 - Græna gangan: 300.000 sjálfboðaliðar gengu frá Marokkó til Vestur-Sahara til stuðnings við tilkall Marokkó til þessarar fyrrum nýlendu Spánar.
- 1983 - Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins næstur á eftir Geir Hallgrímssyni, en hann gaf ekki kost á sér áfram.
- 1984 - Ronald Reagan sigraði Walter Mondale með yfirburðum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.
- 1985 - Íran-kontrahneykslið: Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Ronald Reagan hefði samþykkt vopnasendingu til Írans.
- 1986 - Mesta þyrluslys sögunnar varð þegar Boeing 234LR Chinook-þyrla brotlenti austan við Sumburgh-flugvöll í Bretlandi og 45 fórust.
- 1989 - Fyrsti fundurinn í Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna var haldinn í Ástralíu.
- 1990 - Nawaz Sharif tók við embætti sem forsætisráðherra Pakistan.
- 1994 - Tugir fórust í flóðum í Piemonte á Ítalíu.
- 1995 - Fyrsta skjákortið frá 3dfx Interactive var kynnt á ráðstefnunni COMDEX.
- 1997 - Svartbók kommúnismans kom út í Frakklandi.
- 2003 - Fyrsta útgáfa Linuxdreifingarinnar Fedora kom út.
- 2007 - 50 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Mazar-i-Sharif í Afganistan, þar á meðal 6 þingmenn.
- 2008 - Jigme Khesar Namgyal Wangchuk var krýndur konungur Bútan.
- 2010 - Þjóðfundur um stjórnarskrá á Íslandi 2010 hófst.
- 2016 - Orrustan um Raqqa í Norður-Sýrlandi hófst.
- 2018 - Þingkosningar voru haldnar í Bandaríkjunum. Repúblikanar juku við meirihluta sinn á öldungadeildinni en Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 15 eða 16 - Agrippina yngri, rómversk aðalskona (d. 59).
- 1479 - Jóhanna Kastilíudrottning (Jóhanna vitskerta) (d. 1555).
- 1494 - Súleiman mikli, soldán Ottómanaveldisins (d. 1566).
- 1661 - Karl 2. Spánarkonungur (d. 1700).
- 1665 - Jón Halldórsson í Hítardal, íslenskur sagnaritari (d. 1736).
- 1862 - Dr. Jón Stefánsson, íslenskur fræðimaður (d. 1952).
- 1876 - Þorkell Þorkelsson, íslenskur eðlisfræðingur (d. 1961).
- 1908 - Teizo Takeuchi, japanskur knattspyrnumaður (d. 1946).
- 1938 - Seishiro Shimatani, japanskur knattspyrnumaður (d. 2001).
- 1943 - Einar Bollason, íslenskur körfuboltaþjálfari.
- 1946 - Katrín Fjeldsted, íslenskur stjórnmálamaður og læknir.
- 1949 - Ariel Henry, haítískur stjórnmálamaður og læknir.
- 1954 - Mango, ítalskur söngvari (d. 2014).
- 1961 - Daníel Smári Guðmundsson, íslenskur hlaupasérfræðingur og hlaupaþjálfari.
- 1970 - Ethan Hawke, bandarískur leikari.
- 1979 - Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, íslenskur blaðamaður.
- 1988 - Thomas Neuwirth, öðru nafni Conchita Wurst, austurrískur söngvari og dragdrottning.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1121 - Jón Ögmundsson, fyrsti biskup á Hólum í Hjaltadal.
- 1406 - Innósentíus 7. páfi (f. um 1336).
- 1632 - Gústaf 2. Adolf Svíakonungur (f. 1594).
- 1650 - Vilhjálmur 2. Óraníufursti (f. 1626).
- 1656 - Jóhann 4. Portúgalskonungur (f. 1603).
- 1672 - Heinrich Schütz, þýskt tónskáld (f. 1585).
- 1836 - Karl 10. Frakkakonungur (f. 1757).
- 1893 - Pjotr Iljitsj Tsjaíkovskíj, rússneskt tónskáld (f. 1840).
- 1940 - Bjarni Sæmundsson, íslenskur náttúrufræðingur (f. 1867).
- 1982 - Shiro Teshima, japanskur knattspyrnumaður (f. 1907).
- 1989 - Margarete Buber-Neumann, þýskur kommúnisti (f. 1901).
- 1993 - Joseph Serchuk, pólskur gyðingur (f. 1919).
- 1998 - Niklas Luhmann, þýskur félagsfræðingur (f. 1927).
- 2007 - Guðmundur Jónsson, íslenskur söngvari (f. 1920).