26. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
26. september er 269. dagur ársins (270. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 96 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1087 - Vilhjálmur 2. var krýndur Englandskonungur.
- 1580 - Francis Drake lauk hnattsiglingu sinni þegar Gullna hindin kom til hafnar í Plymouth.
- 1679 - Friðarsamkomulagið í Lundi batt enda á Skánska stríðið.
- 1687 - Meyjarhofið í Aþenu eyðilagðist að hluta í sprengingu þegar feneysk fallbyssukúla kveikti í púðurgeymslu sem Tyrkir höfðu sett þar upp.
- 1915 - Við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík var afhjúpaður minnisvarði um Kristján 9. konung á afmælisdegi Kristjáns 10.. Styttan, sem er eftir Einar Jónsson, sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi.
- 1939 - Við Raufarhöfn neyddist bresk Catalina-sjóflugvél til að lenda vegna þoku.
- 1942 - Ríkið lagði niður einkasölu sína á bifreiðum, sem það hafði haft í sjö ár.
- 1950 - Vegna mengunar í lofti var dimmt fram eftir degi á landinu og virtist sólin vera bláleit. Talið var að þetta stafaði frá eldgosi á Filippseyjum eða af skógareldum í Norður-Ameríku.
- 1959 - Í Reykjavík mældist metúrkoma á einum sólarhring, 49,2 millimetrar.
- 1960 - Á leið sinni vestur um haf kom Harold Macmillan, forsætisráðherra Breta, við á Keflavíkurflugvelli og ræddi við starfsbróður sinn, Ólaf Thors, um landhelgismálið.
- 1969 - Ellefta breiðskífa Bítlanna, Abbey Road, kom út í London.
- 1970 - Íslensk flugvél fórst á Mykinesi í Færeyjum. Þetta var Fokker Friendship farþegavél frá Flugfélagi Íslands og voru 30 farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Átta manns fórust, þar af einn Íslendingur.
- 1975 - Kvikmyndin The Rocky Horror Picture Show var frumsýnd í Los Angeles.
- 1980 - Þrettán létust og yfir 200 særðust í Októberfesthryðjuverkaárásinni í München.
- 1981 - Fyrsta flug Boeing 767-þotu fór fram.
- 1981 - Sydneyturninn var opnaður almenningi.
- 1983 - Ástralska siglingafélagið Royal Perth Yacht Club vann Ameríkubikarinn af New York Yacht Club sem hafði haldið bikarnum í 132 ár.
- 1984 - Bretland og Alþýðulýðveldið Kína undirrituðu fyrsta samkomulagið um að Kína tæki yfir stjórn Hong Kong árið 1997.
- 1986 - Fyrsta myndasöguheftið í bókaröðinni um Dylan Dog kom út á Ítalíu.
- 1988 - Upp komst um lyfjamisnotkun Ben Johnson sem sett hafði heimsmet í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Seúl.
- 1989 - Víetnam dró síðustu hermenn sína frá Kambódíu og batt þannig enda á 11 ára hersetu.
- 1993 - Fyrstu Biosphere 2-tilrauninni lauk.
- 1993 - Fyrsta portúgalska gervihnettinum, PoSAT-1, var komið á braut um jörðu.
- 1995Réttarhöld yfir Giulio Andreotti vegna mafíutengsla hófust á Ítalíu.
- 1997 - 234 létust þegar Garuda Indonesia flug 152 hrapaði í lendingu í Medan á Súmötru.
- 1997 - Kirkja heilags Frans í Assisi á Ítalíu skemmdist mikið í jarðskjálfta.
- 2000 - Gríska farþegaferjan Express Samina sökk við eyjuna Paros. 80 af 500 farþegum fórust.
- 2000 - Mótmæli gegn hnattvæðingu fóru fram í Prag.
- 2002 - 1.863 fórust þegar ferjunni Joola hvolfdi undan strönd Gambíu.
- 2005 - Lynndie England var dæmd fyrir þátttöku í pyntingum fanga í Abu Ghraib-fangabúðunum.
- 2006 - Á bilinu 10-15 þúsund manns gengu mótmælagöngu niður Laugaveg til þess að mótmæla stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta voru talin vera fjölmennustu mótmæli á Íslandi frá 24. maí 1973.
- 2007 - Eftir margra daga mótmæli gegn stjórn Mjanmar brást stjórnarherinn við og reyndi að stöðva mótmælin. Fyrstu dauðsföll af völdum stjórnarhersins voru staðfest. Búddamunkar og aðrir mótmælendur voru handteknir og lokað var algjörlega fyrir Internetaðgang í landinu.
- 2008 - Gengisvísitala íslensku krónunnar fór upp í 183,91 stig og hafði þá aldrei verið hærri. Krónan hafði aldrei verið lægri gagnvart evrunni (1/140,96) og ekki lægri gangvart bandaríkjadal síðan árið 2002 (1/96,80).
- 2009 - Nær 400 fórust þegar fellibylurinn Ketsana gekk yfir Filippseyjar, og síðar Víetnam og Laos.
- 2014 - Þúsundir andstæðinga stjórnar Islam Karimov í Úsbekistan voru handteknir.
- 2021 – Þingkosningar voru haldnar í Þýskalandi. Jafnaðarmannaflokkurinn undir forystu Olafs Scholz vann flest sæti.
- 2021 - Hjónabönd samkynhneigðra voru leyfð í Sviss í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1161 - Guðmundur góði Arason, Hólabiskup (d. 1237).
- 1181 - Frans frá Assisí, ítalskur dýrlingur (d. 1226).
- 1329 - Anna af Bæjaralandi, keisaradrottning og drottning Bæheims, kona Karls 4. keisara (d. 1353).
- 1641 - Nehemiah Grew, enskur lífeðlisfræðingur (d. 1712).
- 1838 - Brynjúlfur Jónsson, íslenskur fræðimaður (d. 1914).
- 1849 - Ivan Pavlov, rússneskur vísindamadur (d. 1936).
- 1870 - Kristján 10. Danakonungur (d. 1947).
- 1887 - Helgi Jónasson, íslenskur grasafræðingur (d. 1972).
- 1888 - T. S. Eliot, bandarískt skáld (d. 1965).
- 1889 - Martin Heidegger, þýskur heimspekingur (d. 1976).
- 1897 - Páll 6. páfi (d. 1978).
- 1914 - Jack LaLanne, bandarískur leikari (d. 2011).
- 1916 - Halldór Pétursson, íslenskur listamaður (d. 1977).
- 1918 - Ólafur Jóhann Sigurðsson, íslenskur rithöfundur (d. 1988).
- 1919 - Matilde Camus, spænskt skáld (d. 2012).
- 1932 - Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands.
- 1934 - Kristján Árnason, íslenskur bókmenntafræðingur (d. 2018).
- 1936 - Winnie Mandela, suðurafrísk stjórnmálakona (d. 2018).
- 1938 - Raoul Cauvin, belgískur myndasöguhöfundur (d. 2021).
- 1939 - Gunnar Karlsson, íslenskur sagnfræðingur (d. 2019).
- 1945 - William Lycan, bandarískur heimspekingur.
- 1946 - Andrea Dworkin, bandarískur rithöfundur og aðgerðasinni (d. 2005).
- 1948 - Olivia Newton-John, áströlsk leik- og söngkona.
- 1949 - Willem Buiter, hollenskur hagfræðingur.
- 1960 - Uwe Bein, þýskur knattspyrnumaður.
- 1962 - Ólafur Jóhann Ólafsson, íslenskur rithöfundur og viðskiptajöfur.
- 1962 - Gunnar Svavarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1965 - Petró Pórósjenkó, fyrrverandi forseti Úkraínu.
- 1965 - Lene Espersen, dönsk stjórnmálakona.
- 1966 - Eiður Arnarsson, íslenskur bassaleikari.
- 1968 - Ben Shenkman, bandarískur leikari.
- 1972 - Brynhildur Guðjónsdóttir, íslensk leikkona.
- 1975 - Bergþór Ólason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1976 - Michael Ballack, þýskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Vedran Zrnić, króatískur knattspyrnumaður.
- 1980 - Kazuki Ganaha, japanskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Serena Williams, bandarísk tennisleikkona.
- 1987 - Kim Yo-jong, norðurkóresk stjórnmálakona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1270 - Ormur Ormsson, íslenskur hirðstjóri (f. 1242).
- 1620 - Taichang, keisari Mingveldisins í Kína (f. 1582).
- 1868 - August Ferdinand Möbius, þýskur stærðfræðingur (f. 1790).
- 1928 - Gísli Guðmundsson, íslenskur gerlafræðingur og frumkvöðull (f. 1884).
- 1935 - Ásgeir Sigurðsson, íslenskur kaupmaður (f. 1865).
- 1940 - Walter Benjamin, þýskur heimspekingur (f. 1892).
- 1945 - Béla Bartók, ungverskt tónskáld (f. 1881).
- 1991 - Miles Davis, bandarískur tónlistarmaður (f. 1926).
- 2005 - Hrefna Ingimarsdóttir, íslensk köfruknattleikskona (f. 1931).
- 2008 - Paul Newman, bandarískur leikari (f. 1925).
- 2010 - Gloria Stuart, bandarísk leikkona (f. 1910).
- 2019 - Jacques Chirac, forseti Frakklands (f. 1932).