5. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
5. apríl er 95. dagur ársins (96. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 270 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1058 - Benedikt 10. mótpáfi tók við embætti.
- 1241 - Mongólar sigruðu Bela 4. af Ungverjalandi í orrustunni við Sajo. Landið var lagt meira og minna í auðn.
- 1242 - Alexander Nevskíj sigraði Þýsku riddarana á orrustunni á ísnum á Peipusvatni.
- 1355 - Karl 4. var krýndur keisari hins Heilaga rómverska keisaradæmis í Róm.
- 1534 - Þýskir málaliðar drápu Jan Matthys á páskadag en þann dag hafði hann einmitt spáð að reiði Guðs kæmi yfir hina ranglátu.
- 1614 - Pocahontas og John Rolfe gengu í hjónaband í Jamestown.
- 1621 - Skipið Mayflower sneri aftur til Englands frá Plymouth-nýlendunni.
- 1654 - Westminstersáttmálinn batt enda á fyrsta stríð Englands og Hollands.
- 1697 - Karl 12. varð konungur Svíþjóðar.
- 1815 - Eldgos hófst í fjallinu Tambora í Hollensku Austur-Indíum (Indónesíu). Tindur fjallsins eyddist í gífurlegu sprengigosi og tugþúsundir manna létust í gosinu eða í kjölfar þess. Mikið magn gjósku barst út í andrúmsloftið og hafði áhrif á loftslag og veðurfar um heim allan. Talið er að meðallofthiti á jörðinni allri hafi lækkað nokkur næstu ár.
- 1933 - Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmdi Dönum yfirráð yfir öllu Grænlandi, en Norðmenn höfðu reynt að helga sér hluta þess undir heitinu Land Eiríks rauða.
- 1940 - Alþingi samþykkti að taka upp hægri umferð á Íslandi þann 1. janúar 1941. Horfið var frá þeim áformum vegna hernáms Breta, sem óku vinstra megin og gera enn.
- 1948 - Lög voru sett um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Á þeim byggðist útfærsla fiskveiðilögsögunnar.
- 1951 - Ethel og Julius Rosenberg voru dæmd til dauða í Bandaríkjunum fyrir að stunda njósnir í þágu Sovétríkjanna.
- 1955 - Sir Winston Churchill sagði af sér sem forsætisráðherra Breta og dró sig í hlé frá stjórnmálum vegna heilsubrests, 80 ára gamall.
- 1968 - Kosningaréttur var lækkaður úr 21 ári í 20 ár.
- 1971 - Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í Glaumbæ.
- 1973 - Pierre Messmer varð forsætisráðherra í Frakklandi.
- 1976 - James Callaghan varð forsætisráðherra Bretlands.
- 1977 - Joachim Yhombi-Opango varð forseti herforingjastjórnarinnar í Vestur-Kongó.
- 1986 - Flugslysið í Ljósufjöllum: Flugvél á leið frá Ísafirði]] til Reykjavíkur fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi og með henni 5 manns, en tveir lifðu af.
- 1986 - Diskótilræðið í Berlín: Sprengja sprakk á diskóteki í Vestur-Berlín með þeim afleiðingum að 3 létust.
- 1988 - Kuwait Airways flugi 422 var rænt. Í kjölfarið fylgdu umsátur í þremur heimsálfum og morð á tveimur farþegum.
- 1992 - Bosnía-Hersegóvína lýsti yfir sjálfstæði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1992 - Bosníustríðið: Serbneskar hersveitir settust um Sarajevó.
- 1992 - Alberto Fujimori, forseti Perú, leysti upp þing Perú með tilskipun, kom á ritskoðun og lét handtaka stjórnarandstöðuþingmenn.
- 1994 - Skotárásin í Árósaháskóla: Fleming Nielsen skaut tvær konur til bana og særði aðrar tvær á matsal í Árósaháskóla í Danmörku.
- 1995 - Bandaríska kvikmyndin The Last Supper var frumsýnd.
- 1998 - Stærsta hengibrú heims, Akashi Kaikyō-brúin milli eyjanna Shikoku og Honshū í Japan, var opnuð fyrir umferð.
- 1999 - Líbýa afhenti skoskum yfirvöldum tvo menn sem grunaðir voru um að hafa valdið sprengingunni í Pan Am flugi 103 yfir Lockerbie.
- 2000 - Mori Yoshiro tók við sem forsætisráðherra Japans.
- 2006 - Slökkvistarfi vegna Mýraelda lauk að fullu.
- 2008 - Mótmæli gegn hernámi Kína í Tíbet áttu sér stað þar sem Ólympíukyndillinn var borinn um stræti London.
- 2009 - Anders Fogh Rasmussen sagði af sér forsætisráðherraembætti í Danmörku eftir að hafa verið skipaður framkvæmdastjóri NATO.
- 2009 - Norður-Kórea skaut gervihnettinum Kwangmyŏngsŏng-2 út í geim með eldflaug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman af því tilefni.
- 2016 - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra Íslands í kjölfar uppljóstrana um aflandsfyrirtæki hans og eiginkonu hans.
- 2018 - Handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, eftir að hæstiréttur ákvað að fella niður habeas corpus vegna spillingar.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1170 - Ísabella af Hainaut, drottning Frakklands (d. 1190).
- 1588 - Thomas Hobbes, enskur heimspekingur (d. 1679).
- 1828 - Árni Thorsteinson, landfógeti og alþingismaður (d. 1907).
- 1841 - Hallgrímur Sveinsson, biskup Íslands (d. 1909).
- 1900 - Spencer Tracy, bandarískur leikari (d. 1967).
- 1908 - Bette Davis, bandarísk leikkona (d. 1989).
- 1908 - Herbert von Karajan, austurrískur hljómsveitarstjóri (d. 1989).
- 1914 - Gunnar Gíslason, íslenskur prestur (d. 2008).
- 1916 - Gregory Peck, bandarískur leikari (d. 2003).
- 1928 - Ágúst George, hollenskur prestur (d. 2008).
- 1937 - Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
- 1941 - Peter Greenaway, velskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1941 - Bas van Fraassen, hollenskur heimspekingur.
- 1946 - Jane Asher, ensk leikkona.
- 1947 - Gloria Macapagal-Arroyo, forseti Filippseyja.
- 1950 - Agnetha Fältskog, sænsk söngkona.
- 1973 - Pharrell Williams, bandariskur songvari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1205 - Ísabella, drottning Jerúsalem (f. 1172).
- 1534 - Jan Matthys, leiðtogi anabaptista í Münster (f. um 1500).
- 1697 - Karl 11. Svíakonungur (f. 1655)
- 1821 - Sæmundur Magnússon Hólm, prestur á Helgafelli (f. 1749).
- 1923 - Carnarvon lávarður, enskur aðalsmaður (f. 1866).
- 1929 - Otto Liebe, danskur forsætisráðherra (f. 1850).
- 1958 - Ásgrímur Jónsson, íslenskur listmálari (f. 1876).
- 1954 - Marta krónprinsessa Noregs (f. 1901).
- 1975 - Chiang Kai-shek, leiðtogi Kuomintang (f. 1887).
- 1994 - Kurt Cobain, bandarískur tónlistarmaður (f. 1967).
- 1997 - Allan Ginsberg, bandarískt skáld (f. 1926).
- 1998 - Jónas Árnason, íslenskur rithöfundur (f. 1923).
- 2002 - Layne Staley, bandarískur tónlistarmaður (f. 1967).
- 2005 - Saul Bellow, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1915).
- 2006 - Gene Pitney, bandarískur dægurlagasöngvari (f. 1940).
- 2008 - Charlton Heston, bandarískur leikari (f. 1923).
- 2012 - Bingu wa Mutharika, forseti Malavi (f. 1934).
- 2023 - Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur fv. alþingismaður og menntaskólakennari (f. 1926).