30. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
30. september er 273. dagur ársins (274. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 92 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1148 - Bærinn í Hítardal í Mýrasýslu brann til kaldra kola og fórust þar meira en 70 manns. Þar á meðal var biskupinn í Skálholti, Magnús Einarsson. Þetta er mannskæðasti eldsvoði Íslandssögunnar.
- 1399 - Hinrik 4. tók við völdum í Englandi.
- 1626 - Hong Taiji tók við sem leiðtogi júrsjena af föður sínum Nurhaci eftir lát hans.
- 1791 - Töfraflautan eftir Wolfgang Amadeus Mozart frumsýnd í Vínarborg.
- 1938 - Neville Chamberlain sneri aftur til Bretlands af fundi með Hitler í München og tilkynnti um „frið um vora daga“.
- 1949 - Stjörnubíó tók til starfa í Reykjavík.
- 1966 - Útsendingar Sjónvarpsins hófust.
- 1966 - Botsvana fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1971 - Sagnfræðingafélag Íslands stofnað.
- 1972 - Karl 16. Gústaf Svíakonungur vígði Eylandsbrúna sem þá var lengsta brú Evrópu, rúmir sex kílómetrar að lengd.
- 1978 - Fyrsta skráða ferð Ferðafélags Íslands eftir Laugaveginum fór fram.
- 1980 - Digital Equipment Corporation, Intel og Xerox gáfu út DIX-staðalinn fyrir Ethernet-tengingar.
- 1982 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Staupasteinn hóf göngu sína.
- 1989 - Um 7.000 Austur-Þjóðverjar sem komu með lest til Prag fengu að halda áfram til Vestur-Evrópu.
- 1989 - Senegambíusambandið leystist upp vegna landamæradeilna.
- 1989 - Friðarsamningar sem bundu enda á Borgarastyrjöldina í Líbanon voru undirritaðir í Sádí-Arabíu.
- 1991 - Bandaríski spjallþátturinn Charlie Rose hóf göngu sína á PBS.
- 1991 - Á Haítí framdi herinn valdarán og steypti Jean-Bertrand Aristide forseta af stóli.
- 1992 - Íþróttafélagið Garpur var stofnað í Rangárvallasýslu.
- 1993 - Nær 10.000 manns fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Maharashtra á Indlandi.
- 1994 - 302 metra löng brú yfir Kúðafljót tekin í notkun. Við það styttist hringvegurinn um 8 kílómetra.
- 1996 - Gjálpargosið: Eldgos hófst undir Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Grímsvatna sem stóð til 13. október.
- 2005 - Mjög umdeildar skopteikningar af Múhameð spámanni birtust í danska dagblaðinu Jyllandsposten.
- 2006 - Bandaríkjaher yfirgaf formlega herstöðina á Keflavíkurflugvelli og Íslendingar tóku við stjórn hennar.
- 2008 - Íslenska kvikmyndin Reykjavík - Rotterdam var frumsýnd.
- 2009 - Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér vegna ósamkomulags innan annarrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Icesave-málið.
- 2009 - Minnst 1110 fórust í jarðskjálfta sem reið yfir Súmötru.
- 2010 - Hópur lögreglumanna í Ekvador hertóku þingið og forsetann, Rafael Correa, vegna óánægju með laun sín.
- 2011 - Íslenska kvikmyndin Eldfjall var frumsýnd.
- 2015 - Rússar hófu loftárásir á Íslamska ríkið og stjórnarandstæðinga í Sýrlandi.
- 2016 - Tvö málverk eftir Vincent van Gogh sem hafði verið stolið frá Van Gogh-safninu í Amsterdam árið 2002, fundust.
- 2019 – Brú Maríu Krónprinsessu sem liggur yfir Hróarskeldufjörð var opnuð fyrir umferð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1227 - Nikulás 4. páfi (d. 1292).
- 1826 - Jón Borgfirðingur, íslenskur fræðimaður og lögregluþjónn (d. 1912).
- 1882 - Jónas Stefánsson frá Kaldbak, íslenskt skáld (d. 1952).
- 1902 - Ryuzo Shimizu, japanskur knattspyrnumaður.
- 1905 - Savitri Devi, franskur guðspekingur (d. 1982).
- 1917 - Park Chung-hee, suðurkóreskur stjórnmálamaður (d. 1979).
- 1924 - Truman Capote, bandarískur rithöfundur (d. 1984).
- 1928 - Elie Wiesel, rúmensk-bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2016).
- 1928 - Takeshi Inoue, japanskur knattspyrnumaður (d. 1992).
- 1945 - Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
- 1947 - Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs (d. 2021).
- 1958 - Rósa Guðný Þórsdóttir, íslensk leikkona.
- 1959 - Xiomara Castro, hondúrsk stjórnmálakona.
- 1967 - Ragnheiður Elín Árnadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1148 - Magnús Einarsson, Skálholtsbiskup (f. 1092).
- 1585 - Halldóra Árnadóttir, biskupsfrú á Hólum, kona Guðbrands Þorlákssonar (f. 1547).
- 1626 - Nurhaci, leiðtogi Jursjena (f. 1558).
- 1955 - James Dean, bandarískur leikari (f. 1931).
- 1990 - Patrick White, ástralskur rithöfundur (f. 1912).
- 2002 - Göran Kropp, sænskur fjallgöngumaður (f. 1966).
- 2016 - Bjarni Jónsson, íslenskur stærðfræðingur (f. 1920).
- 2018 - Kim Larsen, danskur tónlistarmaður (f. 1945).