7. október
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2025 Allir dagar |
7. október er 280. dagur ársins (281. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 85 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1342 - Pierre Roger varð Klemens 6. páfi í Avignon.
- 1346 - Orrustan við Nevilles Cross í Skotlandi: Englendingar handtóku Davíð 2. Skotakonung og höfðu hann í haldi í 11 ár.
- 1391 - Birgitta Birgisdóttir var tekin í dýrlingatölu.
- 1571 - Orrustan við Lepanto átti sér stað.
- 1684 - Hotta Masatoshi, aðalráðgjafi Tokugawa Tsunayoshi, herstjóra í Japan, var myrtur.
- 1828 - Konungur gaf út úrskurð um það að kirkjudyr skyldu opnast út.
- 1879 - Þýska keisaraveldið gerði hernaðarbandalag við Austurríki-Ungverjaland.
- 1893 - Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan var stofnað.
- 1920 - Konur fengu að útskrifast með fullar prófgráður frá Oxford-háskóla.
- 1944 - Bandamenn sprengdu John Frost-brúna í Arnhem í loft upp.
- 1949 - Austur-Þýskaland var stofnað.
- 1954 - Minjasafn Reykjavíkur var stofnað. Síðar var því skipt í Árbæjarsafn og Borgarskjalasafn.
- 1970 - Fyrsta Bilka-verslunin var opnuð í Danmörku.
- 1985 - Fjórir meðlimir PLO rændu skemmtiferðaskipinu Achille Lauro.
- 1987 - Síkar lýstu yfir sjálfstæði Kalistans á Indlandi.
- 1989 - Í Reykjavík var opnuð sýning í tilefni af 150 ára afmæli ljósmyndunar. Á sýningunni var meðal annars mynd af Rannveigu Hallgrímsdóttur, en hún var systir Jónasar skálds.
- 1989 - Ungverski sósíalistaflokkurinn var stofnaður.
- 1989 - Fyrstu fjöldamótmælin gegn stjórn Austur-Þýskalands hófust í Plauen.
- 1991 - Júgóslavneski flugherinn varpaði sprengju á skrifstofu forseta Króatíu, Franjo Tuđman, sem slapp naumlega.
- 1992 - Tekin voru í notkun flóðljós á Laugardalsvelli í Reykjavík.
- 1996 - Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið News Corporation, hleypti fréttastöðinni Fox News af stokkunum.
- 1998 - South Park-þátturinn „Chef Aid“ var sendur út þar sem Chewbacca-vörninni var lýst.
- 2001 - Stríðið í Afganistan: Bandaríkin réðust inn í Afganistan.
- 2003 - Arnold Schwarzenegger var kjörinn fylkisstjóri Kaliforníu.
- 2008 - Bankahrunið á Íslandi: Íslenska fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Landsbanka Íslands.
- 2008 - Bankahrunið á Íslandi: Rússland bauðst til að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra.
- 2008 - Bankahrunið á Íslandi: Davíð Oddson kom fram í Kastljósi og sagði: „ við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna“.
- 2013- Stöð 3 hóf göngu sína á Íslandi.
- 2023 - Hamas-samtökin réðust inn í Ísrael, tóku um 250 gísla, og skutu um 5.000 eldflaugum á landið með þeim afleiðingum að a.m.k. 1.200 létust og 2000 særðust. Ísraelsmenn gerðu gagnárásir á Gaza.
- 2023 - Jarðskjálfti reið yfir Norðvestur-Afganistan þar sem a.m.k. 2.400 létust.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1471 - Friðrik 1. Danakonungur (d. 1533).
- 1552 - Sir Walter Raleigh, breskur landkönnuður (d. 1618).
- 1697 - Canaletto, ítalskur listmálari (d. 1768).
- 1748 - Karl 13. Svíakonungur (d. 1818).
- 1797 - Peter Georg Bang, danskur forsætisráðherra (d. 1861).
- 1879 - Joe Hill, bandarískur aðgerðasinni (d. 1915).
- 1885 - Niels Bohr, danskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1962).
- 1888 - Henry A. Wallace, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1965).
- 1900 - Heinrich Himmler, yfirmaður Gestapó á tímum nasistastjórnarinnar í Þýskalandi (d. 1945).
- 1901 - Souvanna Phouma, forsætisráðherra Laos (d. 1984).
- 1916 - Walt Rostow, bandarískur hagfræðingur (d. 2003).
- 1931 - Desmond Tutu, suðurafrískur biskup.
- 1932 - Jóhannes Gijsen, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
- 1935 - Thomas Keneally, ástralskur rithöfundur.
- 1949 - Randver Þorláksson, íslenskur leikari.
- 1950 - Jakaya Kikwete, forseti Tansaníu.
- 1952 - Þorsteinn Már Baldvinsson, íslenskur útgerðarmaður.
- 1952 - Vladímír Pútín, Rússlandsforseti.
- 1952 - Marilyn Waring, nýsjálenskur stjórnmálamaður.
- 1956 - Ragnhildur Gísladóttir, íslensk tónlistarkona.
- 1962 - Friðrik Skúlason, íslenskur tölvunarfræðingur.
- 1965 - Dr. Gunni, íslenskur tónlistarmaður.
- 1969 - Yoshihiro Natsuka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Charlotte Perrelli, sænsk söngkona.
- 1974 - Hideto Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Ryuzo Morioka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Sölvi Björn Sigurðsson, íslenskur rithöfundur.
- 1978 - Omar Benson Miller, bandarískur leikari.
- 1988 - Friðrik Dór, íslenskur tónlistarmaður.
- 1988 - Diego Costa, spænskur knattspyrnumaður.
- 1997 - Sander Provost, belgískur leikari.
- 1998 - Trent Alexander-Arnold, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 336 - Markús páfi.
- 1342 - Ketill Þorláksson hirðstjóri á Íslandi.
- 1368 - Lionel af Antwerpen, hertogi af Clarence, sonur Játvarðar 3. Englandskonungs (f. 1338).
- 1576 - Marteinn Einarsson, Skálholtsbiskup.
- 1571 - Dórótea af Saxlandi-Láinborg, Danadrottning, kona Kristjáns 3. (f. 1511).
- 1612 - Giovanni Battista Guarini, ítalskt skáld (f. 1538).
- 1620 - Stanisław Żółkiewski, pólskur herforingi (f. 1547).
- 1796 - Thomas Reid, skoskur heimspekingur (f. 1710).
- 1849 - Edgar Allan Poe, bandarískur rithöfundur (f. 1809).
- 1904 - Isabella Bird, breskur landkönnuður (f. 1831).
- 1926 - Emil Kraepelin, þýskur sálfræðingur (f. 1856).
- 1945 - Jón Jónsson frá Ljárskógum, íslenskt skáld (f. 1914).
- 1954 - Rodolphe Seeldrayers, belgískur íþróttafrömuður (f. 1876).
- 1967 - Norman Angell, enskur blaðamaður (f. 1872).
- 1972 - Erik Eriksen, danskur forsætisráðherra (f. 1902).
- 1984 - Jóhann J.E. Kúld, íslenskur rithöfundur (f. 1902).
- 2006 - Anna Politkovskaja, úkraínskur blaðamaður (f. 1958).
- 2022 - Al Ries, bandarískur markaðsfræðingur (f. 1926).