3. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
3. ágúst er 215. dagur ársins (216. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 150 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 924 - Aðalsteinn sigursæli varð Englandskonungur.
- 1057 - Federico dei duchi di Lorena varð Stefán 9. páfi.
- 1115 - Loðvík digri Frakkakonungur gekk að eiga Adélaide de Maurienne.
- 1492 - Kristófer Kólumbus hélt af stað í fyrstu siglingu sína yfir Atlantshafið og hugðist ná ströndum Asíu.
- 1530 - Orrustan við Gavinana: Her Flórens beið ósigur fyrir Karli 5. keisara.
- 1610 - Henry Hudson kom í fyrsta sinn í Hudson-flóa sem hann taldi vera Kyrrahafið.
- 1905 - Bændur mótmæltu lagningu ritsíma til Íslands með því að fjölmenna til Reykjavíkur. Þess í stað vildu þeir fá loftskeytasamband.
- 1914 - Þjóðverjar sögðu Frökkum stríð á hendur.
- 1918 - Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað.
- 1940 - Eistland, Lettland og Litháen voru innlimuð í Sovétríkin.
- 1958 - Bandaríski kjarnorkukafbáturinn Nautilus varð fyrstur til að komast á Norðurpólinn undir íshellunni.
- 1960 - Níger fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1961 - Brian Epstein sá í fyrsta sinn Bítlana spila í Cavern Club í Liverpool.
- 1969 - Í Húsafellsskógi voru um tuttugu þúsund manns á Sumarhátíðinni, eða um tíu prósent allra Íslendinga. Þetta er fjölmennasta útihátíð sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi á Íslandi.
- 1975 - Franskur ævintýramaður, Bob Denard, steypti forseta Kómoreyja af stóli með aðstoð málaliða.
- 1977 - Tandy Corporation kynnti örtölvuna TRS-80 á blaðamannafundi.
- 1979 - Teodoro Obiang Nguema Mbasogo steypti einræðisherranum Francisco Macías Nguema af stóli í Miðbaugs-Gíneu.
- 1980 - Vigdís Finnbogadóttir opnaði minjasafn á Hrafnseyri og kapella var vígð þar, hvort tveggja í minningu Jóns Sigurðssonar forseta.
- 1984 - Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna, var heiðursgestur á útihátíð í Atlavík.
- 1992 - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í verkfall að undirlagi Afríska þjóðarflokksins til að mótmæla stjórn F. W. de Klerk.
- 1995 - Airstan-atvikið: Afgangskar orrustuþotur neyddu rússneska Iljúsínþotu til að lenda í Kandahar.
- 1997 - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum í Alsír.
- 1997 - Tvær Kómoreyja, Anjouan og Mohéli, reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
- 2000 - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í Portsmouth á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
- 2004 - Bandaríska geimfarið MESSENGER hélt af stað í átt til Merkúríusar.
- 2009 - Bólivía varð fyrsta Suður-Ameríkulandið sem lýsti yfir rétti frumbyggja til sjálfsstjórnar.
- 2013 - Hassan Rouhani varð forseti Írans.
- 2014 - 7 börn létust og 30 slösuðust þegar flugskeyti frá Ísraelsher lenti á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni.
- 2019 - 23 létust í skotárás í Walmart-búð í El Paso í Texas.
- 2019 - Hraðvagnakerfið Metrobuss hóf starfsemi í Þrándheimi í Noregi.
- 2020 – Jóhann Karl 1., fyrrverandi konungur Spánar, fór í sjálfskipaða útlegð frá heimalandi sínu vegna hneykslismála.
- 2021 - Gróðureldar hófust á Grikklandi eftir sögulega hitabylgju.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1867 - Stanley Baldwin, forsaetisradherra Bretlands (d. 1947).
- 1872 - Hákon 7. Noregskonungur (d. 1957).
- 1887 - Rupert Brooke, enskt skáld (d. 1915).
- 1897 - Jóhannes Gunnarsson, rómversk-kaþólskur prestur og síðar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. 1972).
- 1902 - Jóhannes Áskelsson, íslenskur jarðfræðingur (d. 1961).
- 1903 - Habib Bourguiba, forseti Túnis (d. 2000).
- 1907 - Ernesto Geisel, forseti Brasilíu (d. 1996).
- 1915 - Agnar Kofoed-Hansen, íslenskur flugmaður og lögreglustjóri (d. 1982).
- 1925 - Alain Touraine, franskur félagsfræðingur (d. 2023).
- 1926 - Tony Bennett, bandarískur söngvari (d. 2023).
- 1940 - Martin Sheen, bandarískur leikari.
- 1941 - Hage Geingob, forseti Namibíu (d. 2024).
- 1947 - Tadahiko Ueda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1952 - Osvaldo Ardiles, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1952 - Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík.
- 1958 - Peter Eriksson, sænskur stjórnmálamaður.
- 1959 - Koichi Tanaka, japanskur nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.
- 1959 - John C. McGinley, bandarískur leikari.
- 1963 - James Hetfield, söngvari og gítarleikari bandarísku þungarokkshljómsveitarinnar Metallica.
- 1963 - Graham Arnold, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Eyjólfur Sverrisson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Þorkell Heiðarsson, íslenskur líffræðingur.
- 1970 - Masaharu Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1971 - Kazuaki Tasaka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Tómas Lemarquis, íslenskur leikari.
- 1979 - Evangeline Lilly, kanadísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1460 - Jakob 2. Skotakonungur (f. 1430).
- 1667 - Francesco Borromini, svissneskur arkitekt og myndhöggvari (f. 1599).
- 1716 - Jón Eyjólfsson, sútari, sýslumaður á Seltjarnarnesi og varalögmaður (f. 1642).
- 1761 - Johann Matthias Gesner, þýskur fornfræðingur (f. 1691).
- 1780 - Étienne Bonnot de Condillac, franskur heimspekingur (f. 1715).
- 1835 - Wenzel Müller, austurrískt tónskáld.
- 1924 - Joseph Conrad, enskur rithöfundur af pólskum uppruna (f. 1857).
- 1929 - Thorstein Veblen, bandarískur hagfræðingur (f. 1857).
- 1941 - Marteinn Meulenberg, biskup á Íslandi (f. 1872).
- 2008 - Aleksandr Solzhenítsyn, rússneskur rithöfundur (f. 1918).
- 2020 - John Hume, irskur stjórnmálamaður (f. 1938).