8. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2025 Allir dagar |
8. júlí er 189. dagur ársins (190. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 176 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1362 - Grundarbardagi var háður á Grund í Eyjafirði, en þar fóru Eyfirðingar að Smið Andréssyni hirðstjóra og mönnum hans og drápu þá.
- 1497 - Vasco da Gama hélt upp í fyrsta leiðangur sinn til Indlands umhverfis Afríku.
- 1617 - Leonora Dori, hirðmey Mariu de'Medici var tekin af lífi ákærð fyrir galdra.
- 1709 - Sænski herinn undir stjórn Karls 12. beið ósigur fyrir Rússum í orrustunni við Poltava. Karl konungur flúði til Tyrklands.
- 1716 - Danski flotinn vann sigur á þeim sænska í orrustunni við Dynekilen.
- 1815 - Loðvík 18. sneri aftur til Parísar og var útnefndur konungur Frakklands.
- 1853 - Matthew C. Perry og „svörtu skipin“ komu til Japans.
- 1903 - Síldarsöltun hófst á Siglufirði. Síldarævintýrið sem þarna hófst stóð í 65 ár.
- 1907 - Sandgræðsla hófst á vegum íslenska ríkisins á Reykjasandi á Skeiðum.
- 1922 - Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna og tók hún sæti á Alþingi 15. febrúar 1923.
- 1926 - Ríkisstjórn undir forsæti Jóns Þorlákssonar settist að völdum og sat í rúmt ár.
- 1951 - Tveir íþróttamenn slösuðust mikið og aðrir tveir biðu bana í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er bjarg lenti á 30 manna rútu sem þeir voru í.
- 1982 - The Coca-Cola Company setti drykkinn Diet Coke á markað.
- 1985 - Írska flugfélagið Ryanair hóf starfsemi.
- 1987 - Ríkisstjórn undir forsæti Þorsteins Pálssonar settist að völdum og sat í rúmt ár. Jóhanna Sigurðardóttir átti sæti í stjórninni og var hún þriðja konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi.
- 1990 - Martina Navratilova og Stefan Edberg sigruðu Wimbledon-mótið í einliðaleik í tennis.
- 1990 - Vestur-Þýskaland sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990 með 1-0 sigri á Argentínu.
- 1992 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Melrose Place hóf göngu sína á Fox Network.
- 1997 - Mayo Clinic uppgötvaði að megrunarlyfið fen-phen gæti valdið alvarlegum hjarta- og lungnaskaða.
- 1999 - Skáldsagan Harry Potter og fanginn frá Azkaban kom út í Bretlandi.
- 2003 - Um 600 fórust og 200 björguðust þegar ferja sökk í Bangladess.
- 2007 - Boeing-verksmiðjurnar afhjúpuðu nýja risafarþegaþotu, Boeing 787.
- 2008 - Surtsey var skráð inn í heimsminjaskrá UNESCO.
- 2009 - Stjórn Kína setti útgöngubann í Xinjiang-héraði vegna uppreisnar Úígúra.
- 2010 - Sólarorkuknúna flugvélin Solar Impulse lauk við fyrsta 24 tíma langa flug slíkrar flugvélar.
- 2011 - Geimskutlan Atlantis hélt af stað í sína hinstu geimferð, sem var einnig síðasta geimferð geimskutluáætlunar NASA.
- 2014 - Átök milli Ísraels og Hamas hófust þegar Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasaströndinni.
- 2020 - Líkamsleifar 180 manns fundust í fjöldagröfum í Djibo í Búrkína Fasó og grunur lék á að stjórnarherinn hefði stundað aftökur án dóms og laga.
- 2021 - Fjöldi andláta vegna COVID-19 náði 4 milljónum á heimsvísu.
- 2022 - Shinzō Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans var skotinn til bana.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1545 - Karl prins af Astúríu, krónprins Spánar (d. 1568).
- 1621 - Leonora Christina Ulfeldt, dóttir Kristjáns 4. (d. 1698).
- 1808 - George Robert Gray, enskur dýrafræðingur og rithöfundur (d. 1872).
- 1839 - John D. Rockefeller, bandarískur iðnjöfur (d. 1937).
- 1885 - Hugo Ferdinand Boss, þýskur fatahönnuður (d. 1948).
- 1908 - Nelson Rockefeller, varaforseti Bandaríkjanna (d. 1979).
- 1918 - Jakobína Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur og skáld (d. 1994).
- 1919 - Walter Scheel, forseti Vestur-Þýskalands (d. 2016).
- 1924 - Rannveig Torp Pálmadóttir Böðvarsson, íslensk útgerðarkona (d. 2005).
- 1931 - Arawa Kimura, japanskur knattspyrnumaður (d. 2007).
- 1934 - Marty Feldman, enskur gamanleikari (d. 1982).
- 1938 - Ragnar Arnalds, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1943 - Alan Aldridge, breskur myndlistarmaður (d. 2017).
- 1951 - Anjelica Huston, bandarísk leikkona.
- 1958 - Kevin Bacon, bandarískur leikari.
- 1959 - Tom Egeland, norskur rithöfundur.
- 1963 - Rocky Carroll, bandarískur leikari.
- 1968 - Michael Weatherly, bandarískur leikari.
- 1970 - Beck, bandarískur söngvari.
- 1972 - Guðlaugur Baldursson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1975 - Amara, indónesísk söngkona.
- 1976 - Ellen MacArthur, ensk siglingakona.
- 1980 - Auðunn Blöndal, íslenskur leikari og skemmtikraftur.
- 1980 - Robbie Keane, írskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Keita Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Virgil van Dijk, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Son Heung-min, suðurkóreskur knattspyrnumaður.
- 1998 - Jaden Smith, bandarískur leikari og söngvari, sonur Will Smith
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 975 - Játgeir friðsami, Englandskonungur.
- 1153 - Evgeníus 3. páfi.
- 1249 - Alexander 2. Skotakonungur (f. 1198).
- 1253 - Teóbald 4. af Champagne (f. 1201).
- 1362 - Smiður Andrésson, hirðstjóri á Íslandi.
- 1362 - Jón Guttormsson skráveifa, íslenskur lögmaður.
- 1422 - Mikaela af Valois, hertogaynja af Búrgund, fyrsta kona Filippusar góða (f. 1395).
- 1538 - Diego de Almagro, spænskur landvinningamaður.
- 1617 - Leonora Dori, hirðmey Frakklandsdrottningar (f. 1568).
- 1623 - Gregoríus 15. páfi (fæddur 1554).
- 1638 - Halldór Ólafsson, íslenskur lögmaður.
- 1695 - Christiaan Huygens, hollenskur stærðfræðingur (f. 1629).
- 1822 - Percy Bysshe Shelley, enskt skáld (f. 1792).
- 1859 - Óskar 1. Svíakonungur (f. 1799).
- 1892 - Sigurður Vigfússon, íslenskur fornfræðingur (f. 1828).
- 1907 - Sophus Bugge, norskur þjóðfræðingur (f. 1833).
- 1958 - Guðbjörg Þorleifsdóttir, íslensk húsfreyja (f. 1870).
- 1994 - Kim Il Sung, leiðtogi Norður-Kóreu (f. 1912).
- 2011 - Betty Ford, bandarísk forsetafrú (f. 1918).
- 2012 - Ernest Borgnine, bandarískur leikari (f. 1917).
- 2022 - Shinzō Abe, forsætisráðherra Japans (f. 1954).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:8 July.