Einar Jónsson
Einar Jónsson (11. maí 1874 – 18. október 1954) var íslenskur myndhöggvari, brautryðjandi á Íslandi. Einar vann mikið með þjóð- og goðsöguleg minni. Verk hans eru til sýnis í Listasafni Einars Jónssonar og mörg önnur eru þekkt kennileiti Reykjavíkurborgar þ.á m. styttan af Ingólfi Arnarsyni við Arnarhól.
Einar fæddist á Galtafelli í Hrunamannahreppi. Hann hélt til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði við Konunglegu listaakademíuna á árum 1896-1899 hjá Vilhelm Bissen og Theobald Stein. Þar sýndi hann höggmynd sína Útlagar árið 1901. Einar ferðaðist til Rómar þar sem hann dvaldi í eitt ár og þar mótuðust hugmyndir hans um hlutverk listamannsins. Einari þóttu hugmyndir sem bárust frá Þýskalandi og nefndust táknhyggja höfða til sín. Árið 1910 kynntist Einar hugmyndum sænska guðspekingsins Emanuels Swedenborg sem höfðu einnig mikil áhrif á hann. Einar sneri aftur til Íslands árið 1920 og bjó þar til dauðadags árið 1954.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]- Útlagar við Hólavallakirkjugarð, Suðurgötu.
- Ingólfur Arnarson, á Arnarhóli.
- Jón Sigurðsson á Austurvelli.
- Jónas Hallgrímsson við Hljómskálann.
- Úr Álögum á Ísafirði.
- Þorfinnur karlsefni á East River Drive í Philadelphia.
- Jón Sigurðsson í Manitoba í Winnipeg.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Listasafn Einars Jónssonar
- Vefur um Einar Jónsson Geymt 6 mars 2021 í Wayback Machine
- „Einar Jónsson, myndhöggvari“, Morgunblaðið 1982.
- „Hann lifir í verkum sínum með þjóðinni“, Tíminn 1954.
- „Útlagar Einars Jónssonar og skrifin um heiti þeirra“, Morgunblaðið 1964.
- „Frú Anna Jónsson áttráð“, Vísir 1965.
- „Konan í kastalanum á Skólavörðuholtinu“, Lesbók Morgunblaðsins 1965.