24. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | |||
2025 Allir dagar |
24. apríl er 114. dagur ársins (115. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 251 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 858 - Nikulás mikli varð páfi.
- 871 - Alfreð mikli varð Englandskonungur.
- 1016 - Játmundur járnsíða varð konungur Englands.
- 1333 - Kingigtorssuaq-rúnasteinninn: Erlingur Sighvatsson, Bjarni Þórðarson og Eindriði Oddson klöppuðu nöfn sín á rúnastein í vörðu í Norðursetu, um 30 kílómetrum fyrir norðan þar sem nú er bærinn Upernavik á Grænlandi, næstum norður á 73° gráðu norðlægrar breiddar. Ártalið er þó óvíst.
- 1558 - María Skotadrottning giftist Frans 2. Frakkakonungi.
- 1585 - Felice Peretti varð Sixtus 5. páfi.
- 1596 - Njarðvíkurbæirnir voru felldir undir Vatnsleysustrandarhrepp.
- 1608 - Kristján 4. boðaði að allar byggingar þýskra kaupmanna á konungsjörðum eða kirkjujörðum skyldu rifnar til grunna.
- 1610 - Hollenska Austur-Indíafélagið fékk verslunarleyfi í Pulicat á Indlandi.
- 1704 - Fyrsta fréttablaðið í Norður-Ameríku, The Boston News-Letter, hóf útgáfu.
- 1862 - Sigurður málari skrifaði hugvekju í Þjóðólf þar sem hann hvatti til stofnunar Forngripasafns.
- 1877 - Stríð braust út milli Rússa og Ottómanaveldisins. Því lauk 1878.
- 1898 - Spænsk-bandaríska stríðið hófst þegar Spánn lýsti yfir stríði gegn Bandaríkjunum.
- 1908 - Bæjarstjórnarkosningar voru haldnar í Reykjavík
- 1914 - Síðasti líflátsdómur var kveðinn upp á Íslandi. Dómnum var síðar breytt í ævilangt fangelsi.
- 1915 - Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum hófst með aftöku armenskra menntamanna í austurhluta Anatólíu.
- 1916 - Páskauppreisnin hófst á Írlandi.
- 1920 - Rússland og Pólland lýstu yfir stríði.
- 1922 - Hestamannafélagið Fákur var stofnað í Reykjavík.
- 1953 - Elísabet 2. Bretadrottning sló Winston Churchill til riddara.
- 1967 - Sovéski geimfarinn Vladimír Komarov fórst þegar geimflaugin Sojús 1 hrapaði til jarðar.
- 1967 - Íþróttafélagið Grótta var stofnað á Seltjarnarnesi.
- 1968 - Máritíus varð aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 1970 - Fjöldi háskólastúdenta settist að á göngum og í skrifstofum Menntamálaráðuneytisins til þess að leggja áherslu á kröfur námsmanna erlendis.
- 1970 - Fyrsti kínverski gervihnötturinn, Dong Fang Hong 1, fór á braut um jörðu.
- 1971 - Hálf milljón manna mótmælti Víetnamstríðinu í Washington-borg.
- 1975 - Sex meðlimir Baader-Meinhof-gengisins hertóku sendiráð Vestur-Þýskalands í Svíþjóð og kröfðust lausnar fanga.
- 1977 - Vlastimil Hort setti heimsmet í fjöltefli á Seltjarnarnesi. Hann tefldi við 550 manns á rúmum sólarhring.
- 1980 - Eagle Claw-aðgerðin: Bandaríkjamenn reyndu að frelsa 52 bandaríska gísla, sem voru í haldi í Teheran, höfuðborg Írans. Leiðangurinn mistókst og engum gíslum var bjargað en átta bandarískir hermenn létu lífið.
- 1981 - Fjölflokkakerfi var tekið upp í Senegal.
- 1982 - Jón Páll Sigmarsson setti tvö Evrópumet í lyftingum, lyfti 362,5 kg í réttstöðu og 940 kg samtals.
- 1982 - Nicole sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Vestur-Þýskaland með laginu „Ein bißchen Frieden“.
- 1990 - Hubble-sjónaukinn var sendur út í geim um borð í geimskutlunni Discovery.
- 1990 - Austur- og Vestur-Þýskaland samþykktu að taka upp sameiginlega mynt 1. júlí.
- 1993 - Einn lést þegar stór bílasprengja á vegum IRA sprakk í Bishopsgate í London.
- 1994 - Magnús Scheving náði öðru sæti á heimsmeistaramóti í þolfimi, sem haldið var í Japan.
- 1995 - Gilbert Murray var myrtur með bréfsprengju frá Unabomber.
- 1999 - Meðlimir Falungong stóðu fyrir mótmælum utan við stjórnarbyggingu í Zhongnanhai sem leiddi til víðtækra ofsókna gegn hreyfingunni.
- 2004 - Íbúar Kýpur greiddu atkvæði um Annanáætlunina um sameiningu eyjarinnar. Kýpurgrikkir höfnuðu henni en Kýpurtyrkir samþykktu.
- 2006 - Sprengjutilræðin í Dahab: 23 létust þegar þrjár sprengjur sprungu í ferðamannabænum Dahab á Sínaískaga.
- 2007 - Fóstureyðingar voru leyfðar í Mexíkóborg.
- 2007 - Stjörnufræðingar uppgötvuðu lífvænlegu plánetuna Gliese 581 c í stjörnumerkinu Voginni.
- 2009 – Alþjóða heilbrigðisstofnunin varaði við svínaflensufaraldri eftir að svínaflensa tók að breiðast út í Mexíkó.
- 2013 - 1.134 textílverkamenn létust þegar Rana Plaza í Bangladess hrundi.
- 2021 - Indónesíuher greindi frá því að kafbáturinn KRI Nanggala hefði farist með 53 áhafnarmeðlimum.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1533 - Vilhjálmur þögli Óraníufursti (d. 1584).
- 1628 - Soffía Amalía, Danadrottning (d. 1685).
- 1815 - Anthony Trollope, breskur rithöfundur (d. 1882).
- 1845 - Carl Spitteler, svissneskt ljóðskáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1924).
- 1856 - Henri Philippe Pétain, franskur herforingi og stjórnmálamaður (d. 1951).
- 1896 - Egill Holmboe, norskur nasisti (d. 1986).
- 1908 - Józef Gosławski, pólskur myndhöggvari (d. 1963).
- 1911 - Sigursveinn D. Kristinsson, íslenskt tónskáld (d. 1990).
- 1924 - Jón Ísberg, íslenskur sýslumaður.
- 1930 - José Sarney, forseti Brasilíu.
- 1934 - Shirley MacLaine, bandarísk leikkona.
- 1942 - Barbra Streisand, bandarísk leik- og söngkona.
- 1945 - Doug Clifford, bandarískur trommari (Creedence Clearwater Revival).
- 1952 - Geir Jón Þórisson, íslenskur yfirlögregluþjónn.
- 1957 - Bamir Topi, forseti Albaníu.
- 1960 - Friðrik Karlsson, íslenskur gítarleikari.
- 1964 - Björn Malmquist, íslenskur fréttamaður.
- 1964 - Eygló Harðardóttir, íslenskur myndlistarmaður.
- 1966 - Alessandro Costacurta, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Eric Kripke, bandarískur kvikmyndagerðarmaður.
- 1982 - Kelly Clarkson, bandarísk söngkona.
- 1991 - Tómas Steindórsson, íslenskur útvarpsmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1342 - Benedikt 12. páfi.
- 1731 - Daniel Defoe, breskur rithöfundur (f. 1680)
- 1840 - Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur.
- 1944 - Michael Pedersen Friis, danskur forsætisráðherra (f. 1857).
- 1960 - Max von Laue, þýskur eðlisfræðingur (f. 1879).
- 1964 - Gerhard Domagk, þýskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1895).