26. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | |||
2025 Allir dagar |
26. apríl er 116. dagur ársins (117. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 249 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1164 - Guido da Crema varð Paskalis 3. mótpáfi.
- 1478 - Flugumenn Pazzi-fjölskyldunnar réðust á Lorenzo de' Medici og drápu bróður hans, Giuliano, í hátíðarmessu í dómkirkjunni í Flórens.
- 1607 - Fyrstu ensku landnemarnir komu á land við Cape Henry í Virginíu.
- 1617 - Ráðgjafi Mariu de'Medici, Frakklandsdrottningar, Concino Concini, var myrtur af útsendurum Loðvíks 13. sem tók stjórn landsins í sínar hendur.
- 1834 - Ofsaveður brast á á Faxaflóa og fórust þar 42 menn af tveimur skipum og 14 bátum.
- 1903 - Knattspyrnufélagið Atlético Madrid er stofnað á Spáni.
- 1909 - Björn Jónsson ráðherra skipaði þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka hagi Landsbanka Íslands og var það upphafið að Bankafarganinu.
- 1920 - Kanadíska ísknattleiksliðið Winnipeg Falcons, sem var að mestu skipað Vestur-Íslendingum, varð Ólympíumeistari í Antwerpen.
- 1942 - Listamannadeilan: Formaður menntamálaráðs, Jónas Jónsson frá Hriflu, opnaði myndlistarsýningu til háðungar þeim sem þar áttu verk í búðarglugga Gefjunar við Aðalstræti í Reykjavík.
- 1944 - Við Tjarnargötu í Reykjavík fannst gamall öskuhaugur þegar tekinn var grunnur að nýju húsi. Í haugnum fundust bein margra dýra, meðal annars svína og geirfugla. Haldið er að hér hafi öskuhaugur Ingólfs Arnarsonar fundist.
- 1964 - Sansibar og Tangajika sameinuðust og Tansanía var stofnuð.
- 1965 - Brasilíska sjónvarpsstöðin Rede Globo var stofnuð.
- 1966 - Akraborgin fór sína síðustu ferð til Borgarness.
- 1970 - Samningur um stofnun Alþjóðahugverkastofnunarinnar gekk í gildi.
- 1971 - Ríkisstjórn Tyrklands lýsti yfir umsátursástandi í 11 héruðum, þar á meðal Ankara, vegna mótmæla.
- 1978 - Kvikmyndasjóður Íslands og Kvikmyndasafn Íslands voru stofnuð.
- 1984 - Iskandar af Johor varð áttundi þjóðhöfðingi Malasíu.
- 1986 - Tsjernóbýlslysið: Einn af ofnum kjarnorkuversins í Tsjernóbýl sprakk.
- 1987 - Sænska fyrirtækið SAAB kynnti orrustuþotuna Saab 39 Gripen.
- 1989 - Banvænasti fellibylur allra tíma, Daulatpur-Saturia-fellibylurinn, gekk yfir Dhaka-hérað í Bangladess með þeim afleiðingum að 1300 fórust.
- 1991 - Sorpa hóf starfsemi í Reykjavík.
- 1991 - Esko Aho varð yngsti forsætisráðherra Finnlands, 36 ára gamall.
- 1994 - 264 fórust þegar China Airlines flug 140 hrapaði við Nagoya í Japan.
- 1996 - Samningur um öryggismál var undirritaður af fimm ríkjum í Sjanghæ.
- 1999 - Breska sjónvarpskonan Jill Dando var skotin til bana við heimili sitt í Fulham.
- 2002 - Fyrrum nemandi skaut 13 kennara, 2 nemendur, 1 lögreglumann og síðast sjálfan sig til bana í menntaskóla í Erfurt í Þýskalandi.
- 2003 - Stórbruni varð í moskunni Islamic Center í Malmö. Slökkviliðsmenn urðu fyrir grjótkasti við störf sín.
- 2004 - Fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram á Alþingi.
- 2005 - Sedrusbyltingin: Sýrlendingar yfirgáfu Líbanon eftir að hafa haft þar her í 29 ár.
- 2007 - Bronsnóttin: Óeirðir brutust út í Tallinn í Eistlandi í kjölfar þess að borgaryfirvöld létu færa umdeilda styttu.
- 2012 - Fyrrum forseti Líberíu, Charles Taylor, var dæmdur sekur um stuðning við stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne.
- 2019 - Bandaríska kvikmyndin Avengers: Endgame var frumsýnd og varð ein tekjuhæsta mynd allra tíma.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 121 - Markús Árelíus, rómverskur keisari og stóískur heimspekingur (d. 180)
- 1564 - William Shakespeare, enskt leikskáld (d. 1616).
- 1575 - Maria de'Medici, drottning Frakklands, kona Hinriks 4. (d. 1642).
- 1648 - Pétur 2. konungur Portúgals (d. 1712).
- 1660 - Henrik Ochsen, danskur embættismaður (d. 1750).
- 1710 - Thomas Reid, skoskur heimspekingur (d. 1796)
- 1711 - David Hume, skoskur heimspekingur (d. 1776)
- 1759 - Sigurður Pétursson, íslenskt leikskáld og sýslumaður (d. 1827).
- 1877 - Jóhann Eyfirðingur, íslenskur sjómaður (d. 1959).
- 1887 - Pétur Halldórsson, borgarstjóri Reykjavíkur (d. 1940).
- 1889 - Ludwig Wittgenstein, austurrískur heimspekingur (d. 1951).
- 1894 - Rudolf Hess, þýskur stjórnmálamaður (d. 1987).
- 1898 - Vicente Aleixandre, spænskt ljóðskáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1984).
- 1906 - Regína Þórðardóttir, íslensk leikkona (d. 1974).
- 1917 - I. M. Pei, kínversk-bandarískur arkitekt.
- 1933 - Þóra Friðriksdóttir, íslensk leikkona.
- 1940 - Giorgio Moroder, ítalskt tónskáld.
- 1946 - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1950 - Einar Vilberg Hjartarson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1960 - Roger Andrew Taylor, breskur trommari (Duran Duran).
- 1963 - Jet Li, kínverskur leikari.
- 1964 - Björn Zoëga, íslenskur læknir.
- 1965 - Kevin James, bandarískur leikari.
- 1972 - Ríkharður Daðason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Sigríður Benediktsdóttir, íslenskur hagfræðingur.
- 1980 - Channing Tatum, bandarískur leikari.
- 1983 - Andri Freyr Hilmarsson, íslenskur dagskrárgerðarmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 757 - Stefán 2. páfi.
- 1792 - Jón Arnórsson eldri, íslenskur sýslumaður (f. 1734).
- 1865 - John Wilkes Booth, bandarískur leikari (f. 1838).
- 1910 - Bjørnstjerne Bjørnson, norskur rithöfundur (f. 1832).
- 1920 - Srinivasa Ramanujan, indverskur stærðfræðingur (f. 1887).
- 1938 - Edmund Husserl, þýskur heimspekingur (f. 1859).
- 1966 - Tom Florie, bandarískur knattspyrnumaður (f. 1897).
- 1994 - Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, íslensk stjórnmálakona (f. 1921).
- 2003 - Yun Hyon-seok, suðurkóreskur mannréttindafrömuður (f. 1984).
- 2018 - Yoshinobu Ishii, japanskur knattspyrnumaður (f. 1939)
- 2018 - Ketill Larsen, íslenskur leikari (f. 1934).