Fara í innihald

Súesskurðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Súesskurðurinn er skurður sem tengir Miðjarðarhafið fyrir norðan við Rauðahafið fyrir sunnan. Skurðurinn fer í gegnum Súeseiðið í Egyptalandi og er 163 km á lengd, og er hann mikilvægur fyrir samgöngur og flutninga milli Asíu og Evrópu.

Súesskurðurinn á gervihnattarmynd frá 2001.

Framkvæmdir hófust 25. apríl 1859 en skurðurinn var tilbúinn 17. nóvember 1869. Helsti frumkvöðull verkefnisins var franski erindrekinn Ferdinand de Lesseps[1]. Í gegnum tíðina höfðu margar tilraunir verið gerðar til að tengja höfin tvö og má nefna faraóinn Sesostris fyrsta (um 1926 f.Kr.) sem tengdi Rauðahafið og Nílarána saman. Fleiri leiðtogar tóku þátt í samskonar verkefnum, meðal annars Daríus 1. Persakonungur og rómverski keisarinn Trajanus[2]. Skurðurinn eins og við þekkjum hann nú varð ekki til fyrr en á 19. öld.

Voru það helst Frakkar sem létu sig dreyma um þessa miklu framkvæmd, en Napóleon Bónaparte skoðaði möguleikann á þessu til að klekkja á Bretum með því að eiga betri samgönguleið en þeir til og frá Asíu. Verkfræðingar hans misreiknuðu hins vegar mælingarnar og töldu það óæskilegt.

Skipið Ever Given hamlaði umferð um skurðinn árið 2021 þegar það strandaði.

Stjórnendur

[breyta | breyta frumkóða]

Skurðinum er stjórnað af SCA (Suez Canal Athority)[3], sem hefur verið starfrækt síðan skurðurinn var þjóðnýttur árið 1956. Á undan því höfðu Frakkar og Bretar átt meirihluta í skurðinum, en Egyptar höfðu selt Bretum sinn hluta til að borga skuldir sem höfðu safnast upp við byggingu mannvirkisins. Þjóðnýtingunni var komið á af forseta Egyptalands, Gamal Abdel Nasser, en þetta varð kveikjan að Súesdeilunni, en í henni börðust Egyptar við sameinaðan her Breta, Frakka og Ísraelsmanna.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rothkopf, Carol Zeman, The opening of the Suez Canal, November 1869; a water gateway joins East and West, New York (1973), p.13
  2. Rothkopf, Carol Zeman, The opening of the Suez Canal, November 1869; a water gateway joins East and West, New York (1973), p.15-16
  3. https://www.suezcanal.gov.eg/English/Pages/default.aspx
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.