Fara í innihald

Naumhyggjulífsstíll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Naumhyggjulífsstíll er um það að einfalda líf þitt sem mest á þann hátt sem þér hentar. Það eru til margar tegundir naumhyggju. Naumhyggja hefur margar byrtingamyndir og getur verið allt frá því að losa sig við veraldlega hluti, sem og að aðhyllast naumhyggjulega fagurfræði í innanhús hönnun og tísku,[1] út í það að vera grænkeri(e.vegan),einfalda uppskriftir í matargerð (elda með sem fæstum hráefnum). Naumhyggjufagurfræði birtist einnig í listum svo sem leikhúsverkum og jafnvel er til tónlistastefna sem kennir sig við naumhyggju. Naumhyggjulífsstíll er frjálst val einstaklingsins og er þar með frábrugðið því að þurfa að lifa við fátækt.

Naumhyggjulífsstíll er ekki einungis fagurfræðilegur heldur má tengja hann huglægum einfaldleika. Jóga og önnur andleg líkamsrækt er partur af þessum lífsstíl. Það sem einkennir naumhyggju er að þeir eyða oft meiri tíma með sjálfum sér. Þeir eiga færri veraldlegar eignir og auka þá lífsgæðin í formi tíma, þar sem að minni eyðsla þýðir meiri peninga.[2]

Naumhyggja í listum hefst eftir seinni heimsstyrjöldina og var naumhyggjuhefðin sterkust í Bandaríkjunum á árunum 1960 og 1970. Naumhyggja í listum kom sem svar geng abstrakt expessionisma og brúaði bilið yfir í post minimaliska listhefð.

Orðið var fyrst notað í ensku 1913 til að lýsa málverki eftir rússneska listmálarann Kasimir Malevich en málverkið var svartur ferhyrningur á hvítum stiga. Hugtakið minimalisk tónlist var fyrst kynnt af Michael Nyman, en naumhyggjutónlist er form listrænnar tónlistar sem nýtir takmarkað eða í lágmarki tónlistarefni. Naumhyggjutónlist er oft töluð um sem "systems music" sem lýsir sér í fáum tónum sem að þróast hægt á löngu tímabili. Tónlistarhefðin getur líka lýst sér þannig að hún er skrifuð með mjög fáum nótum, skrifuð fyrir fá eða jafnvel bara eitt hljóðfæri, upptökur af árnið, eða ein og sama nótan spiluð í langan tíma og tónlist sem að hægt er að nota allskyns hluti til að framkvæma hljóðin svo lengi sem þau falla á milli c og g-dúr. Dæmi er um að naumhyggjutónlist sé gerð á þann hátt að einungis séu spilaðar ein eða tvær nótur á mínútu. Þessi tegund af tónlist er oft notuð til að lýsa skáldsögum eða málverkum í naumhyggjustíl.

Hönnun og byggingarlist

[breyta | breyta frumkóða]

Hönnun og byggingarlist í naumhyggjustíl er mikið til innblásin af japanskri hönnun. Ludwig Maes van der Roh var fyrstur til að koma með orðatiltækið „minna er meira“ eða á ensku “less is more”. Hann notaði þennan frasa til að lýsa hönnuninni sinni og fagurfræði. naumhyggja í hönnun og byggingalist varð vinsæl í Bretlandi seint á áttunda áratugnum þegar arkitektar og fatahönnuðir unnu saman og notuðu hvíta hluti, kalt ljós, stór rími með fáum hlutum og húsgögnum.

Hugmynd einfaldleikans finnst í mörgum menningum og er sérlega þekkt í heimspeki Japana um Zen. Það hafði áhrif á vestur heiminn sér í lagi hugmyndir Zen heimspekinnar um einfaldleika að breiða út boðskapinn um frelsi og grunn lífsins.

Bókmenntir

[breyta | breyta frumkóða]

Naumhyggja í bókmenntum byggir á sparsama notkun orða, en einbeiting rithöfundar er á yfirborðskennda lýsingu sögunnar. Rithöfundar þessa stíls sneiða hjá ofnotkun lýsngarorða til þess að virkja ímyndunarafl lesenda þannig að þeir taki virkan þátt í að skapa sjálfir skáldsögu í kringum orð rithöfundarins. Þessi stíll á jafnt við um skáldsögu rithöfunda og ljóðskáld. Naumhyggju ljóðahefð er oft innblásin af ljóðaformi japana nefnt Haiku.

Hugmyndafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Neysluhyggja

[breyta | breyta frumkóða]

Neysluhyggja er hugtak sem varð til í félags- og hugvísindum. Neysluhyggja er hugmyndafræði um tilhneigingu fólks til að kaupa endalaust meira af vörum og þjónustu. Í stjórnmálum er hugtakið neysluhyggja oft nátengd kapítalisma. Tilgangur kapitalísks hagkerfis er að auka hagvöxt, að fjármagnið skipti um hendur frá neytendum til seljenda.

Naumhyggja hefur verið þekkt fyrirbæri lengi. Upp úr 1970 var orðið naumhyggja komin í orðræðu þeirra sem þótti nóg um óhóf og kaupæði.

Í raun eru engar reglur þegar talað er um naumhyggjulífsstíl, allir geta orðið naumhyggjufólk, það þarf ekki að ganga í neinn hóp, klúbb eða samtök og það er enginn foringi eða formaður sem stjórnar, nema þú sjálf. Naumhyggjan snýst um það að hafa eins lítinn farangur í lífinu og hægt er að komast af með, þá ert átt við bæði veraldlegan og andlegan farangur. Naumhyggja snýst um að eiga færri hluti og halda aðeins í það sem hefur eitthvað tilfinninga- eða notagildi. Það breytir því þó ekki að naumhyggjufólk kaupir oft og tíðum ekki færri gjafir en aðrir heldur kýs frekar að verja peningunum í upplifun frekar en hluti. Þessi lífsstíll getur hjálpað fólki að einbeita sér og nýta tímann sinn betur. Einfaldleiki er lykilorðið og snýst lífsstíllin um að eyða ekki orku í óþarfa. Því getur oft verið auðveldara að stjórna lífi sínu.

Trúarleg og Andleg

[breyta | breyta frumkóða]

Margir menningarheimar og trúarbrögð boða ágæti þess að lifa naumhyggjulífsstíl. Meðal fyrstu þekktu dæmunum um boðun lífsstílsins má finna á Indlandi og í Búddisma, einnig má finna dæmi um einfaldari lífsstíl í Biblíunni, þá má helst nefna Jóhannes skírara en Jesús sjálfur tók þátt í þessum lífsstíl. Í Markúsar guðspjalli 6:8-9 segir hann lærisveinum sínum að fylgja sér og taka ekkert með nema göngustaf, þeir skulu ekki taka neitt brauð, burðarpoka né peninga á beltum sér en að klæðast sandölum og aðeins einum kufli. Einfaldan lífsstíl má rekja langt aftur til Asíu (Konfúsíus, Búddha og Zaraþústra) og jafnvel til heimspekinga í Grikklandi, þar má nefna Diogenes frá Sinópíu. Um aldirnar hafa Kristnir rétttrúnaðar söfnuðir lifað eftir naumhyggju hugsjónum, svo sem Amish, Shakers, Menónítar ofl.

Jean-Jacques Rousseau lofaði hugmyndafræðina um einfaldari lífsstíl í skrifum sínum og þá sér í lagi Rætt um listina og vísindin Geymt 11 febrúar 2017 í Wayback Machine (1750) og Rætt um ójöfnuð Geymt 18 janúar 2016 í Wayback Machine (1754).

Pólitík og aðgerðasinnar.

[breyta | breyta frumkóða]

Aðgerðir naumhyggjusinna fela aðallega í sér lífsstílsbreytingar en einnig fræðslu.

Fræðslan fer fram að miklu leyti á netinu, í formi youtube rása, blogga og og annara nýfjölmiðla.

Umbúðalausi dagurinn á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Umbúðalausi dagurinn snýst aðalega gagnvart verslunum, að verslanir reyni að lágmaka umbúðir utan um matvæli eða hætti því allveg. Þann 14. nóvember 2015 var haldinn umbúðalausidagurinn á íslandi. Ætlunin var að senda verslunum og framleiðendum skýr skilaboð og skilja óþarfa umbúðir eftir í verslunum. Margar verslanir sýndu þessu átaki áhuga með því að setja upp flokkunartunnur við kassana.[3]

Breyttu um búð

[breyta | breyta frumkóða]

Breyttu um búð eða Shift your shopping, vinna að því að beina eyðslu neytenda frá stærri keðjunum og netrisum að minni verslunum sem styðja einkarekna starfsemi og samfélagsrekna starfsemi sem leið til að berjast geng neyslumenningu. Jafnvel einhverjir talsmenn sjálfsæðra fyrirtækja, viðurkenna það að Svartur föstudagur brjálæðið geri lítið sem ekkert fyrir sjálfstæðan rekstur verslana.

Fjölnota febrúar

[breyta | breyta frumkóða]

Fjölnota febrúar vill hvetja sem flesta til að nota fjölnota burðarpoka í febrúar i hvert sinn sem farið er að versla, sama í hvernig verslun farið er. Þeir hvetja til að nota fjölnotapoka í staðin fyrir plastpoka. Þeir hvetja líka til að dregið sé úr notkun á einnota umbúðum í mat og drykk eins og kaffimálum, diskum og hnífapörum eins og hægt er.[4]

Kauplausi dagurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Buy Nothing Day, eða kauplaus dagur er dagur til mótmæla gegn neysluhyggju. Í Norður-Ameríku er Buy Nothing Day haldin föstudaginn eftir þakkargjörð samhliða Black Friday (föstudagurinn eftir þakkargjörð, þegar verslanir bjóða upp á stórkostlegar útsölur). Í öðrum löndum er bnd haldinn á laugardaginn eftir þakkagjörðardag bandaríkjanna, sem er jafnframt seinasti laugardagur Nóvembers mánaðar.[5] Buy Nothing Day var fyrst stofnaður í Vancouver af listamanninum Ted Dave og í framhaldi af því kynnt af tímaritinu Adbusters ,sem er staðsett í Kanada.

Fyrsti Buy Nothing Dagurinn var skipulagður í Kanada í September árið 1992 „sem dagur fyrir samfélög að skoða ofur-neyslu vandan“. Árið 1997 var dagurinn færður á föstudaginn eftir þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna til að vera haldinn samhliða Black Friday, sem er einn af tíu fjölmennustu verslunar dögum í Bandaríkjunum. Árið 2000 voru auglýsingar á vegum Adbusters tímaritinu til að kynna Buy Nothing Day, neitað af öllum fjölmiðlum í Bandaríkjunum fyrir utan CNN. Brátt byrjuðu þó herferðir að birtast í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ísrael, Austurríki, Þýskalandi, Nýja Sjálandi, Japan, Hollandi, Frakklandi, Noregi og Svíþjóð. Yfir 65 þjóða taka nú þátt.

Gagnrýnendur dagsins benda á það að þátttakendur versli þó daginn eftir Buy Nothing Day, en sem svar við því segir tímaritið Adbusters að hreyfingin snúist ekki um það að breyta venjum sínum í einn dag“ heldur „um varanlegar lífsstílsbreytingar með það að markmiði að stuðla að minni neyslu og minni úrgang“

Aðrar herferðir, sem og shift your shopping (breyttu um búð), vinna að því að beina eyðslu neytenda frá stærri keðjunum og netrisum að minni verslunum sem styðja einkarekna starfsemi og samfélagsrekna starfsemi sem leið til að berjast geng neyslumenningu. Jafnvel einhvrjir talsmenn sjálfsæðra fyrirtækja, viðurkenna það að Black Friday brjálæðið geri lítið sem ekkert fyrir sjálfstæðan rekstur.

Tímaritið Adbusters[6] hefur nýlega endurnefnt atburðin „Occupy Xmas“ eftir Occupy hreyfingunni. Buy Nothing Day byrjaði sem hluti af herferð Adbusters sem nefnist Buy Nothing Cistmas campaign. Lauren Bercovitch framleiðslustjóri Adbusters opinberlega tekið meginreglur Occupy Xmas hreyfingarinnar, hún talar fyrir „ einhverju jafn auðveldu og að kaupa af nærsvæðum -styrkja innlent hagkerfi- eða að gera jólagjafirnar sínar sjálfur” Áður fyrr hafði aðal boðskapur occupy xmas að kaupa ekkert fyrir jólin en occupy Christmas kallaði á stuðning local hagkerfis og stuðning við listamenn, og skapara við jólainnkaupin.

  • Wildcat General Strike var nafnið á herferð sem var notuð fyrir Kauplausa daginn árið 2009 þar sem þátttakendur, áamt því að kaupa ekkert á 24 klukkustundum, slökktu á ljósum, sjónvörpum, tölvum og öðrum óþörfum raftækjum. Þeir ferðuðust ekki um á bílum og slökktu einnig á símunum sínum frá sólar upprás til sólseturs.
  • Kreditkorta klipp: Þáttakendur standa í verslunar miðstöð, verslunarkeðju eða verslun með skæri og plaköt sem auglýsa aðstoð til þeirra sem vilja komast undan hækkandi skuldum með snöggum hætti
  • Zombie- ganga: Þátttakendur eða „uppvakningar“ ráfa um verslunarmiðstöðvar eða aðra staði sem hafa að geyma mikla neyslumenningu með líflaust augnaráð.
  • Náttúruganga á kauplausadeginum: Í stað þess að fagna neysluhyggju með verslunarleiðangri fagna þátttakendur jörðinni og náttúru.
  • Vetrarkápu skiptin: Í vertrarkápuskiptunum er safnað saman úlpum og er hverjum sem er vekomið að gefa og sömuleiðis er hjverjum sem er velkomið að taka eina úlpu. Þessi herferð sem byrja‘i í Rhode Island hefur nú dreift sér til annara ríkja sem og Kentucky, Utah og Oregon.

'68 kynslóðin

[breyta | breyta frumkóða]

Uppreisn æskulýðsins eða 68 byltingin var uppreisn gegn neyslusamfélaginu eða kapitalískri hugsun.

Uppreisnin fól meðal annars að byggja naumhyggnara samfélag, Aðgerðasinnar fluttu í kommúnur þar sem meðlimir trúðu á einfaldari lífsstíl, þar sem matur var oftar en ekki ræktaður af íbúum, föt handgerð og lítið sem ekkert keyptar inn vörumerktar vörur.

Það sem einkenndi '68 byltinguna er meðal annars það að aðgerðasinnar (aktivistar) komu fram á leikrænni hátt en áður hafði þekkst.

Ruslari er sá aðgerðarsinni sem í stað þess að versla sér til matar rænir mat úr ruslagámum kjörbúða. Hugmyndin bak við lífsstíl Ruslara er sú að kjörbúðir henda á hverjum degi fullkomlega góðum mat sem ekki er lengur hægt að selja, maturinn er oftar en ekki merktur sem útrunnin þó að raunlíftími hans sé lengri. Aðgerðin að kafa eftir rusli eru mótmæli þeirra gegn neysluhyggjunni með því að nýta það sem aðrir henda.Með aðgerðum sínum hafa Ruslarar vakið athygli á gríðarlegri eyðslu kjörbúða. Hjá flestum þeirra er þetta naumhyggjulífsstíll meðan aðrir gera þetta af nauðsyn.[7]

Þeir sem stunda svokallaðan no waste lífsstíl eða lífsstíl án úrgangs hafa breytt lífi sínu á þann hátt að þeir framleiða ekkert rusl sem fer í ruslagáma og síðan á urðunarstað. Þess í stað endurvinna þeir, molta og endurnýta. í stað þess að kaupa ný föt, kaupa þeir einungis notuð föt, í stað plastpoka nota þeir fjölnota taupoka og reyna eftir fremsta megni að nota ekkert plast heldur finna þess í stað endurvinnanlegar vörur eða vörur sem má molta. Með þessari lífsstílsbreytingu vonast þeir eftir því að minnka áhrif sín á hlínun jarðar og offramleyðslu óendurnýtanlegs úrgangs, en einnig hafa breytingarnar naumhyggin gildi svo sem að draga úr drasli á heimili sínu og nær umhverfi. Aðgerðarsinnar sem aðhyllast þennan lífsstíl tala líka um bætt lífsgæði vegna þess hve mikil eiturefni geta fylgt plasti, teflon og ýmsum hreynsivörum sem þeir hafa útilokað.[8][9]

lífsstíll

[breyta | breyta frumkóða]

Naumhyggjumataræði snýst um hófsemi og aga, bæði við eldamennskuna sjálfa og við neyslu matarins. Uppskriftir eru einfaldar og uppistaðan eru fá innihaldsefni í hverri uppskrift.

Naumhyggja er töluvert notað hugtak í heimi tískunnar. Það hefur sýnt sig að tískan fer í hringi og venjan hefur verið að á eftir óhófi kemur naumhyggja. Á stríðstímun hefur skortur á efnum rekið tískuheimin í átt að naumhyggju. Mátti sjá það á því að klæðnaður varð efnisminni og kjólar og pils styttust.[10]

Ákveðin snið einkenna fatnað þeirra sem aðhyllast naumhyggjulífsstíl í dag. Þetta eru bein og einföld snið, látlaus fatnaður án alls auka smáatriða, oftar en ekki svört eða hvít. Sumir hafa gengið svo langt að eiga bara eitt sett af alklæðnaði ganga alltaf í því sama. Gallabuxur og bolur er algengur fatnaður sérstaklega hjá karlmönnum. Það sem oft fullkomnar naumhyggjufatastíl, getur verið fylgihlutir sem þurfa ekki að vera svo áberandi, en eru þýðingarmikilir fyrir þann sem ber hann.[11]

Skandinavísk hönnun

[breyta | breyta frumkóða]

Vinsældir skandinavískrar hönnunar, þar með talin íslensk hönnun, hafa farið vaxandi undanfarin ár, þá sér í lagi vegna þess hve einföld og notadrjúg hún er.

Hönnunin byggist á naumhyggjuhugmyndafræði og fagurfræði, þar sem notast er við einföld form og efnivið.[12]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://trendnet.is/elisabetgunnars/minimaliskt-i-desember/
  2. https://www.youtube.com/watch?v=AhJc8wtQbxQ
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. janúar 2016. Sótt 26. janúar 2016.
  4. https://graenifroskurinn.wordpress.com/2016/01/25/fjolnota-i-februar-2016/
  5. http://www.theguardian.com/technology/2000/nov/24/internetnews.internationalnews
  6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. mars 2016. Sótt 16. mars 2016.
  7. http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/ruslarar-lifa-a-mat-ur-ruslagamum-hopur-folks-a-islandi-lifir-a-thvi-sem-stormarkadir-henda[óvirkur tengill]
  8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2016. Sótt 16. mars 2016.
  9. http://www.mindbodygreen.com/0-16168/i-havent-made-any-trash-in-2-years-heres-what-my-life-is-like.html
  10. http://vefir.nams.is/fatahonnun/pdf/11_saga_tiskunnar.pdf
  11. http://trendnet.is/elisabetgunnars/minimaliskt-i-desember/
  12. http://vefir.nams.is/fatahonnun/pdf/9_islensk_honnun.pdf