Vancouver




Vancouver er borg í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada. Íbúafjöldi er rúm 630 þúsund (2016) en yfir 2,5 milljónir manna búa á öllu borgarsvæðinu. Borgin er í héraðinu Lower Mainland. Stutt er í fjallendi og náttúru. Skóglendið og útivistarsvæðið í Stanley Park er við miðja borgina. Íbúar borgarinnar eru með fjölbreyttan bakgrunn en um 50% eru ekki með ensku að móðurmáli. Stærsti Chinatown Kanada er í Vancouver. Timburiðnaður og ferðaþjónusta eru mikilvægustu atvinnugreinarnar. Vancouverhöfn er stærsta höfn landsins.
Heimssýningin 1986 var haldin í borginni. Vetrarólympiuleikarnir 2010 voru haldnir í Whistler, nálægum skíðabæ.
Veður í Vancouver er milt og er kaldasti mánuðurinn janúar með 4,1 C°. Snjó festir sjaldan og í stuttan tíma.
Heiti
[breyta | breyta frumkóða]Borgin er nefnd eftir George Vancouver sem kannaði svæðið fyrir hinn konunglega breska sjóher árið 1792. Nafnið Vancouver má rekja til Hollands; "Van Coevorden", sem þýðir frá Coevorden eða Koevern í hollenska neðra-Saxlandi. Koevern merkir kúavað.
Íþróttalið
[breyta | breyta frumkóða]- Vancouver Whitecaps FC - Knattspyrna
- Vancouver Giants - Hafnarbolti
- Vancouver Canucks- Íshokkí