Fara í innihald

Aberdeen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aberdeen

Aberdeen er þriðja stærsta borg Skotlands. Íbúar borgarinnar eru um 220 þúsund (2020). Byggð hefur verið þar sem borgin stendur í að minnsta kosti 8000 ár.

Aberdeen er miðstöð æðri menntunar í Norðaustur-Skotlandi. Í Aberdeen eru tveir háskólar, Háskólinn í Aberdeen, stofnaður 1495, og Robert Gordon-háskóli, sem varð háskóli árið 1992. Aberdeen er stundum nefnd Olíuhöfuðborg Evrópu.

Gamalt íslenskt heiti á borginni er Apardjón.