Inverness
Útlit

Inverness (úr gelísku: Inbhir Nis „árósar Ness“) er borg í Skosku hálöndunum og höfuðstaður sveitarfélagsins sem nær yfir hálöndin. Íbúar eru um 48.000 talsins (2020). Bærinn stendur í enda Dalverpisins mikla (Gleann Mòr) þar sem áin Ness rennur út í Moray-fjörð. Bærinn var stofnaður fyrir 6. öld og fékk sitt fyrsta konungsbréf frá Davíð 1. á 12. öld. Makbeð, sem William Shakespeare gerði leikrit um, ríkti í Inverness á 11. öld sem konungur Moray og Ross. Invernesskastali var reistur árið 1836 á stað þar sem margir eldri kastalar höfðu staðið áður.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Inverness.