Stoke-on-Trent


Stoke-on-Trent (oft einfaldlega Stoke) er borg í Staffordshire-sýslu á Englandi. Hún er hluti þéttbýlis sem er yfir 19 km langt og 93 km² að flatarmáli. Með Newcastle-under-Lyme og Kidsgrove myndar hún þéttbýlið sem heitir Potteries. Þetta svæði og Staffordshire Moorlands mynda saman Norður-Staffordshire þar sem íbúafjöldinn var um 678.000 árið 2016. Íbúafjöldi borgarinnar er um 262.000 (2016).
Stoke-on-Trent varð opinberlega borg árið 1925. Borgin myndaðist úr sex bæjum og þorpum sem voru upprunalega aðskilin. Þessar byggðir sameinuðust í byrjun 20. aldarinnar og mynduðu borgina eins og hún er í dag. Nýja borgin dró nafn sitt af gömlu byggðinni Stoke-upon-Trent, af því að höfuðjárnbrautarstöðin var þar. Eftir sameininguna varð Hanley aðalverslunarmiðstöð borgarinnar. Þrjár aðrar borgir sem eru hluti Stoke-on-Trent eru Tunstall, Longton og Fenton.
Hún er talin vera heimili leirkerasmiðjuiðnaðsins á Englandi og nefnist oft The Potteries. Fyrrum var hún aðallega iðnvædd borg með kola og stáliðnað en í dag er hún miðstöð þjónustugreina og dreifingarfyrirtækja. Borgin hefur eigin borgarstjóra.
Knattspyrnulið borgarinnar er Stoke City.