Sunderland
Útlit


Sunderland er borg í Tyne og Wear sýslu á norðaustur-Englandi. Borgin hefur 168.277 íbúa (2021) og er annað stærsta þéttbýlið á norðaustur-Englandi á eftir Newcastle. Áin Wear rennur í gegnum borgina. [1] Áður voru miklar skipasmíðastöðvar í borginni, einhverjar þær stærstu í Bretlandi. Sá iðnaður leið undir lok og er nú bílaiðnaður mikilvægur þar.
Borgin rekur sögu sína aftur til 7. aldar þegar Péturskirkjan og Monkwearmouth-klaustrið voru stofnuð.
Í Sunderland er samnefnt knattspyrnufélag, Sunderland A.F.C.. Félagið hefur unnið 6 titla í efstu deild (síðast 1936). Síðasti titill félagsins var FA-bikarinn árið 1973.