20. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2025 Allir dagar |
20. september er 263. dagur ársins (264. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 102 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1066 - Haraldur harðráði og Tósti Guðinason unnu sigur á ensku jörlunum Mörukára og Valþjófi í orrustu við Úsu nálægt Jórvík.
- 1187 - Umsátrið um Jerúsalem: Saladín hertók borgina.
- 1159 - Rolando Bandinelli varð Alexander 3. páfi.
- 1276 - Pietro Luliani varð Jóhannes 21. páfi.
- 1519 - Floti Magellans sigldi frá Spánarströndum í upphafi hnattferðar hans.
- 1604 - Spánverjar, undir stjórn Ambrosio Spinola, lögðu Oostende undir sig eftir þriggja ára umsátur.
- 1643 - Enska borgarastyrjöldin: Her konungssinna hörfaði frá fyrstu orrustunni við Newbury.
- 1654 - Tveir menn voru brenndir á báli fyrir galdur í Trékyllisvík á Ströndum.
- 1697 - Ryswick-samningurinn batt enda á Níu ára stríðið milli Frakklands og Bandalagsins mikla. Samningurinn leysti ekki nein deilumál og fimm árum síðar hófst því Spænska erfðastríðið milli sömu aðila.
- 1870 - Ítalska konungsríkið hertók Róm eftir stutt átök við hersveitir Páfaríkisins. Borgin var gerð að höfuðborg Ítalíu árið eftir.
- 1900 - Kirkjurokið: Yfir þrjátíu manns fórust í ofsaveðri, sem olli jafnframt slysum og tjóni á húsum. Kirkjurnar á Urðum og Upsum í Svarfaðardal brotnuðu í spón. Átján menn úr Ketildölum fórust í sjó, þar af 15 úr Selárdal.
- 1940 - Petsamoförin hófst á því að skipið Esja lagði úr höfn í Reykjavík.
- 1963 - Í borgarstjórn Reykjavíkur var samþykkt að leyfa kvöldsölu um lúgur til klukkan 22 og borgarráði var heimilað að framlengja söluleyfi til klukkan 23.30 á kvöldin. Rúmur aldarfjórðungur leið þar til sölutími var gefinn frjáls.
- 1970 - Allt fólk var flutt frá Svalbarða þegar eldgos hófst í eynni.
- 1976 - Fyrsta „alþjóðlega pönkhátíðin“ var haldin í 100 Club í London.
- 1976 - Fjarskiptafyrirtækið Intersputnik var stofnað í Moskvu.
- 1977 - Petrosavodskfyrirbærið sást frá Sovétríkjunum og fleiri löndum í Norður-Evrópu.
- 1978 - Sænska lögreglan réðist inn í Mullvaden-hverfið í Stokkhólmi sem ungmenni höfðu haldið í eitt ár til að mótmæla niðurrifi húsa.
- 1979 - Til Íslands komu 34 flóttamenn frá Víetnam sem var stærsti hópur flóttamanna sem komið hafði til Íslands.
- 1979 - Barrakúdaaðgerðin: Franski herinn steypti Jean-Bedél Bokassa af stóli í Mið-Afríkulýðveldinu.
- 1981 - 300 létust þegar brasilíska fljótaskipinu Sobral Santos hvolfdi á Amasónfljóti.
- 1984 - 24 létust þegar bílasprengja á vegum Hezbollah sprakk við bandaríska sendiráðið í Beirút.
- 1991 - Yfir 3000 manns sneru baki í Arne Myrdal þegar hann hugðist aftur halda ræðu í Brumunddal í Noregi.
- 1992 - Frakkar samþykktu Maastricht-sáttmálann með 50,5% atkvæða.
- 1996 - Tígrishellisleirbrennslan uppgötvaðist í Hangzhou í Kína.
- 1996 - Pakistanski stjórnarandstöðuleiðtoginn Murtaza Bhutto lést í skotbardaga við lögreglu.
- 2001 - George W. Bush lýsti yfir „stríði gegn hryðjuverkum“ í ávarpi til Bandaríkjaþings.
- 2003 - Lettar samþykktu inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2004 - Wikipedia náði milljón greinum á 100 tungumálum og var þá orðin stærsta alfræðirit veraldar.
- 2004 - Verkfall grunnskólakennara 2004 hófst en það stóð í 39 daga og er eitt það lengsta í sögu íslenskra skóla.
- 2004 - Bandaríkin afnámu viðskiptabann gegn Líbýu.
- 2007 - Aðgerð Pólstjarnan: lögregla og tollayfirvöld gerðu tugi kílóa af amfetamíni upptæk á Fáskrúðsfirði sem reynt var að smygla með seglskútu.
- 2008 - 60 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á Hotel Marriott í Islamabad í Pakistan.
- 2014 - Tyrkland opnaði landamæri sín fyrir 70.000 Kúrdum á flótta undan Íslamska ríkinu í Sýrlandi.
- 2015 - Flokkurinn SYRIZA hélt meirihluta sínum eftir þingkosningar í Grikklandi.
- 2017 - Anúbisaðgerðin: Spænska lögreglan hóf aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu.
- 2018 - Farþegaferjunni Nyerere hvolfdi á Viktoríuvatni með þeim afleiðingum að 228 fórust.
- 2019 - Alþjóðlegt loftslagsverkfall fór fram um allan heim.
Fædd
breyta- 1486 - Arthúr, prins af Wales, sonur Hinriks 7. Englandskonungs (d. 1502).
- 1710 - Thomas Simpson, breskur stærðfræðingur (d. 1761).
- 1787 - Jón Snorrason, bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1856).
- 1833 - Ernesto Teodoro Moneta, ítalskur blaðamaður (d. 1918).
- 1888 - Ríkarður Jónsson, íslenskur myndhöggvari (d. 1977).
- 1915 - Aðalheiður Hólm Spans, íslenskur verkalýðsleiðtogi (d. 2005).
- 1917 - Obdulio Varela, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1996).
- 1934 - Sophia Loren, ítölsk leikkona.
- 1939 - Ryozo Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1940 - Taro Aso, forsætisráðherra Japans.
- 1948 - George R.R. Martin, bandarískur rithöfundur.
- 1949 - Anthony Denison, bandarískur leikari.
- 1952 - Manuel Zelaya, forseti Hondúras.
- 1957 - Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi.
- 1959 - Björn Valur Gíslason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Richard Witschge, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Jón Birgir Valsson, íslenskur glímukappi.
- 1971 - Henrik Larsson, sænskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Moon Bloodgood, bandarísk leikkona.
- 1980 - Igor Vori, króatískur handknattleiksmaður.
- 1984 - Hólmfríður Magnúsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1986 - Aldis Hodge, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 1168 - Paskalis 3. mótpáfi.
- 1384 - Loðvík 1. hertogi af Anjou, hertogi af Anjou (f. 1339).
- 1647 - Guðmundur Einarsson prestur á Staðastað á Snæfellsnesi (f. 1568).
- 1823 - Geir Vídalín, biskup (f. 1761).
- 1863 - Jacob Grimm, þýskur málfræðingur (f. 1785).
- 1933 - Annie Besant, breskur guðspekingur (f. 1847).
- 1957 - Jean Sibelius, finnskt tónskáld (f. 1865).
- 1971 - Giorgos Seferis, grískt skáld (f. 1900).
- 1975 - Saint-John Perse, franskt skáld (f. 1887).
- 1983 - Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe, þýskur aðalsmaður (f. 1906).
- 1985 - Taizo Kawamoto, japanskur knattspyrnumaður (f. 1914).
- 1993 - Erich Hartmann, þýskur flugmaður (f. 1922).
- 1996 - Pál Erdős, ungverskur stærðfræðingur (f. 1913).