1643
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1643 (MDCXLIII í rómverskum tölum) var 43. ár 17. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 21. janúar - Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman uppgötvaði Tonga.
- 6. febrúar - Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman uppgötvaði Fídjieyjar.
- 13. mars - Enska borgarastyrjöldin: Fyrsta orrustan um Middlewich.
- 14. maí - Hinn barnungi Loðvík 14. varð Frakkakonungur.
- 19. maí - Þrjátíu ára stríðið: Frakkar unnu sögulegan sigur á Spánverjum í orrustunni við Rocroi.
- 30. júní - Enska borgarastyrjöldin: Konungssinnar unnu sigur í orrustunni við Adwalton Moor og náðu yfirráðum í Yorkshire.
- 20. september - Enska borgarastyrjöldin: Her konungssinna hörfaði frá fyrstu orrustunni við Newbury.
- 28. október - Hollenskir sjóræningjar hurfu frá rústum bæjarins Valdivia í Chile.
- 14. nóvember - Meishō keisaraynja í Japan sagði af sér og Kōmyō annar tók við embættinu.
- 24. nóvember - Þrjátíu ára stríðið: Frakkar biðu ósigur fyrir keisarahernum í orrustunni við Tuttlingen.
- 12. desember - Torstensonófriðurinn hófst á því að Lennart Torstenson réðist inn í Holtsetaland.
Ódagsettir atburðir
breyta- Kósakkar undir stjórn Semjons Sjelkovnikovs reistu bækistöð í Okotsk við Kyrrahafið.
- Brynjólfur Sveinsson biskup gaf Friðriki 3. Konungsbók Eddukvæða.
Fædd
breyta- 4. janúar (nýi stíll) - Isaac Newton, enskur vísindamaður (d. 1727).
- 1. febrúar - Sigurður Björnsson, lögmaður sunnan og austan (d. 1723).
- 25. febrúar - Akmeð 2. Tyrkjasoldán (d. 1695).
- 12. ágúst - Alfons 4. konungur Portúgals (d. 1683).
- 15. september - Jón Vigfússon Hólabiskup (d. 1690).
Ódagsett
breyta- Jón Eggertsson, klausturhaldari í Möðruvallarklaustri (d. 1689).
Dáin
breyta- 1. mars - Girolamo Frescobaldi, ítalskt tónskáld (f. 1583).
- 14. maí - Loðvík 13. Frakkakonungur (f. 1601).
- 29. nóvember - Claudio Monteverdi, ítalskt tónskáld (f. 1567).