Vestur-Malasía
Útlit
Vestur-Malasía er meginlandshluti Malasíu sem nær yfir suðurhluta Malakkaskaga. Norðan megin liggur landið að Taílandi og sunnan við það er Singapúr. Í vestri skilur Malakkasund það frá eyjunni Súmötru sem tilheyrir Indónesíu. Í austri skilur Suður-Kínahaf milli Vestur-Malasíu og eyjunnar Borneó þar sem Austur-Malasía er staðsett.
Ellefu af þrettán fylkjum Malasíu eru í Vestur-Malasíu.