Höggormurinn
Útlit
(Endurbeint frá Serpens)


Höggormurinn (latína: Serpens; gríska: Ὄφις Ófis) er stjörnumerki á norðurhimninum sem skiptist í tvennt: Höggormshöfuðið (Serpens Caput) og Höggormshalann (Serpens Cauda). Á milli þeirra er stjörnumerkið Naðurvaldi. Bjartasta stjarna stjörnumerkisins er rauði risinn Unukalhai í Höggormshöfðinu. Stjörnumerkið er eitt þeirra 48 sem Kládíus Ptólmæos lýsti á 2. öld.