Fljótið
Útlit
(Endurbeint frá Eridanus (stjörnumerki))

Fljótið (latína: Eridanus) er stjörnumerki á suðurhimni. Það er sjötta stærsta stjörnumerkið og það sem nær lengst frá norðri til suðurs. Því var lýst af Kládíusi Ptólmæosi á 2. öld og nefnt eftir ánni Pó (sem nefnist Eridanus á latínu).
Bjartasta stjarna merkisins er Achernar við suðurenda þess.