Fara í innihald

Mímnermos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mímnermos frá Kólofon, var grískt skáld, uppi um 630600 f.Kr. Hann var uppi á þeim glundroðatímum þegar jónísku borgirnar í Litlu Asíu áttu í fullu fangi með að halda sjálfstæði sínu gagnvart konungum Lýdíu.

Í einu af varðveittu broti úr verkum hans er vísað til baráttu grísku borgríkjanna. Þar ber hann saman „kvenleika“ samtímamanna sinna við hugrekki þeirra sem höfðu sigrað lýdíska konunginn Gýges. En mikilvægustu ljóð hans voru elegíur þar sem hann ávarpar flautuleikara að nafni Nanno. Þeim var safnað saman í tvær bækur sem nefndar voru eftir henni.

Mímnermos var fyrstur til að semja ástarkvæði undir elegískum brag. Kvæði hans voru sungin yfir flautuleik, og skáldið Hippónax segir að hann hafi notað „fíkjutrjáa laglínuna“, sem var sögð vera sérstök laglína. Samkvæmt Hesykkíosi var lagið spilað undir mannfórnum á Þargelíu hátíðinni.