Fara í innihald

Johnny English Strikes Again

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
David Kerr leikstjóri ​​myndarinnar á frumsýningunni í Bandaríkjunum á Johnny English Strikes Again í New York.

Johnny English Strikes Again er bresk gamanmynd frá 2018 með Rowan Atkinson í aðalhlutverki og er sjálfstætt framhald af kvikmyndinni Johnny English Reborn frá 2011 og er þriðja kvikmyndin í röðinni en fyrst kom Johnny English frá 2003. Leikstjóri er David Kerr og höfundur handrits er Willam Davies. Í myndinni gerist það að netárás hefur leitt í ljós hverjir allir virku leyniþjónustumennirnir í Bretlandi eru neyðist Johnny English að finna tölvuþrjótinn. Kvikmyndin var frumsýnd 5. október 2018 í Bretlandi. Aðalleikarar eru Rowan Atkinson, Ben Miller, Olga Kurylenko og Emma Thompson.

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Í maí 2017 var tilkynnt að Rowan Atkinson myndi snúa aftur til að fara með hlutverk Johnny English í framhaldi af kvikmyndinni Johnny English Reborn frá 2011. Þann 3. ágúst 2017 tilkynntu Working Title Films að þeir hafi hafið framleiðslu og kvikmyndatöku á myndinni með leikstjóranum David Kerr.

Hinn 4. apríl 2018 kom í ljós að titillinn var Johnny English Strikes Again. Myndin var síðan frumsýnd 5. október 2018 í Bretlandi.