John Jay
John Jay | |
---|---|
Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna | |
Í embætti 26. september 1789 – 29. júní 1795 | |
Skipaður af | George Washington |
Forveri | Embætti stofnað |
Eftirmaður | John Rutledge |
Fylkisstjóri New York | |
Í embætti 1. júlí 1795 – 30. júní 1801 | |
Vararíkisstjóri | Stephen Van Rensselaer |
Forveri | George Clinton |
Eftirmaður | George Clinton |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 23. desember 1745 New York-borg, New York, bresku Ameríku |
Látinn | 17. maí 1829 (83 ára) Bedford, New York, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Sambandssinnaflokkurinn |
Maki | Sarah Livingston |
Börn | 6 |
Háskóli | Columbia-háskóli |
Starf | Lögmaður, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
John Jay (23. desember 1745 – 17. maí 1829) var fyrsti forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna. Jay var einn leiðtoga flokks Sambandssinna og ásamt Alexander Hamilton og James Madison höfundur Greina bandalagsmanna. Jay er talinn með mikilvægustu „landsfeðrum“ Bandaríkjanna.
Fjölskylda og menntun
[breyta | breyta frumkóða]John Jay var fæddur í New York inní ríka fjölskyldu sem stundaði kaupmennsku. Afi hans í föður ætt hafði flutt til New York frá Frakklandi árið 1685 eftir að Nantes-tilskipunin var felld úr gildi en með því féllu úr gildi ýmis forréttindi og eignir voru gerðar upptækar. Faðir hans Peter Jay og móðir hans Mary Van Cortlandt eignuðust tíu börn en einungis sjö þeirra lifðu af en af þeim glímdu tvö þeirra við bólusótt. John stundaði nám við King's College, sem varð síðar Columbia-háskóli, og útskrifaðist árið 1764.
Störf
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að útskrifast úr háskóla hóf hann störf sem aðstoðarmaður dómarans Benjamin Kissam. Árið 1768 fékk hann aukin réttindi sem lögfræðingur og í kjölfarið stofnaði hann ásamt Robert Livingston lögfræðistofu sem hann starfaði hjá fram til 1771 það sama ár stofnaði hann sína eigin stofu. Árið 1774 var hann meðlimur í svokallaðri samskiptanefnd (enska: Committe of Correspondence) sem var skuggaríkisstjórn stofnuð af leiðtogum nýlenduríkjanna í upphafi amerísku byltingarinnar og hafði það að markmiði að viðhalda lögum og reglum ásamt því að vernda eignarrétt manna.
John var forseti fyrsta meginlandsþingsins frá 1778 til 1779 en á meðan á byltingunni stóð og eftir hana starfaði hann sem sendiherra Spánar og Frakklands og var utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá 1784–1789 og átti þátt því stóran þátt í að móta utanríkisstefnu Bandaríkjanna á þeim tíma. Hann gegndi fyrstur embætti forseta hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 1789 til 1795. Hann var einn höfunda Greina bandalagsmanna sem og að vera leiðtogi Sambandssinna og starfaði sem annar ríkisstjóri New York frá 1795 til 1801 á sínum tíma var hann leiðandi í þeirri baráttu að afnema þrælahald.
Merkilegir viðburðir
[breyta | breyta frumkóða]John tók þátt ásamt þeim John Adams og Benjamin Franklin í friðarviðræðum sem hófust árið 1782 en þeim lauk með undirritun Parísarsáttmálans. Sáttmálinn kom til með að enda amerísku byltinguna, hann var undirritaður árið 1783 og staðfestur af þinginu þann 14 janúar 1784 og af konungi Breta þann 9 apríl 1784.
John var mikill andstæðingur þrælahalds og á starfsævi sinni lagði hann í þrígang fram frumvörp um afnám þrælahalds. Árið 1785 stofnaði hann félag sem gekk undir nafninu New York Manumission Society. Félagið stóð fyrir því að sniðganga dagblöð,kaupmenn og aðra sem notuðust við þræla sem vinnuafl ásamt því stóð félagið fyrir því að veita blökkumönnum lagaaðstoð. Árið 1799 tókst loks að setja lög um afnám þrælahalds í New York. Fyrir andlát hans árið 1829 hafði tekist að frelsa alla þræla í New York.