Fara í innihald

Jón Magnússon (formaður Fram)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Magnússon (17. janúar 191126. desember 1997) var verslunarmaður í Hafnarfirði, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram og Fimleikafélags Hafnarfjarðar.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Jón fæddist á Álftanesi og ólst upp þar og í Hafnarfirði. Sem ungur maður kom hann að stofnun Knattspyrnufélagsins Þjálfa í Hafnarfirði árið 1928 og var formaður þess uns félagið var lagt niður árið 1932.

Á sama tíma var Jón meðlimur í Knattspyrnufélaginu Fram, sem var að rífa sig upp úr miklum öldudal. Árið 1928 sendi Fram ekki lið til þátttöku á Íslandsmóti karla í fyrsta og eina sinn í sögunni. Árið eftir keppti Fram að nýju með nánast alveg nýtt lið, þar sem Jón Magnússon var meðal keppenda. Hann lék með meistaraflokki til ársins 1941 og varð Íslandsmeistari með liðinu sumarið 1939.

Það mæddi mikið á Jóni Íslandsmeistaraárið, því auk þess að leika með liðinu gegndi hann formennsku í Fram 1938-39. Þetta sama sumar héldu Framarar í keppnisferð til Danmerkur í boði danska knattspyrnusambandsins, sem hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt. Í tilefni af afmælinu efndu Danirnir til óopinbers Norðurlandamóts, þar sem landslið Svía, Norðmanna og Finna kepptu auk heimamanna. Framliðið var kynnt til sögunnar sem nokkurs konar áheyrnarfulltrúi og fastlega gefið í skyn að þar færi íslenska landsliðið.

Upp úr 1940 hóf Jón verslunarrekstur í Hafnarfirði og gerðist þá virkur félagi í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, lék með meistaraflokki og gegndi m.a. formannsembættinu 1943-45.

Jón fluttist aftur til Reykjavíkur 1950 og fór upp úr því að einbeita sér að störfum fyrir Knattspyrnusamband Íslands, þar sem hann sat í stjórn í tæpan aldarfjórðung. Árið 1960 tók hann aftur við formennskunni í Fram og gegndi því starfi í eitt ár. Hann var útnefndur heiðursfélagi árið 1978, á 70 ára afmæli félagsins.


Fyrirrennari:
Guðmundur Halldórsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19381939)
Eftirmaður:
Ragnar Lárusson



Fyrirrennari:
Haraldur Steinþórsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19601961)
Eftirmaður:
Sigurður E. Jónsson