Ibn al-Haytham
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Ibn al-Haytham var arabískur stærðfræðingur sem var uppi fyrir um 1000 árum. Hann fæddist árið 965 í Basra í Írak, en hann dó svo í kringum 1040. Hann hóf vinnu sína í Kaíró, Egyptalandi, en hún var að afrita vísindaleg rit, en þar lærði hann eflaust mikið um vísindin. Al-Haytham var á latínu kallaður Alhazen eða Alhacen. Ibn varð frægur fyrir bækur sínar um ljósfræði. Þær fjölluðu um það hvernig ljós endurkastast mismunandi af mismunandi flötum, hvernig augað býr til mynd og margt fleira.
Reyndar var Haytham ekki bara stærðfræðingur, hann var einnig verkfræðingur, stjörnufræðingur, stjörnuspekingur og margt fleira tengt náttúruvísindunum.
Ljósfræði
[breyta | breyta frumkóða]Eins og áður kom fram er bók Haythams, sem heitir Book of Optics á ensku, líklega þekktasta verk hans. Hann skrifaði öll sjö bindin á árunum 1011 – 1021 þegar hann var í stofufangelsi í Kaíró. Ibn hafði áður átt að finna lausn til að stjórna flæði Nílar. Þegar hann fann út að það var ógjörningur þóttist hann vera brjálaður til að sleppa við harða refsingu. Það er sem sagt ástæða stofufangelsisins þar sem hann skrifaði eitt virtasta rit sitt, Bókina um ljósfræði, sem varð einn mesti áhrifavaldur í sögu eðlisfræðinnar. Ljósfræðibókin samanstóða af kerfisbundnum tilraunum og stærðfræðilegum sönnunum. Það var svo allt útskýrt ítarlega í vönduðu ritmáli. Latínska útgáfan átti seinna eftir að hafa mikil áhrif á komandi heimspekinga. Bókinni var þó ekki sýnd mikil athygli utan Egyptalands fyrr en stærðfræðingurinn Muhammad Al-Farisi gaf bókinni góða umsögn á 13. öld. Vegna velgengni bókarinnar og áhuga Ibns á ljósi hefur hann verið kallaður faðir ljósfræðinnar (e. the father of optics). Bókin hjálpaði mönnum við framfarir í augnlækningum og augnskurðaðgerðum þar sem hún lýsti í fyrsta skipti nákvæmlega því sem er að gerast í augunum og hausnum á okkur þegar við horfum eitthvert. Hann var fyrsti vísindamaðurinn til að segja að augun búa til mynd í heilanum, ekki í augunum sjálfum. Eins og áður kom fram þá sýnir bókin rétt líkan sjónarinnar, hvernig hún virkar. Fólk í gamla daga hélt nefnilega að augun sendu stöðuga ljósgeisla út frá sér og sæu þannig en í bókinni var útskýrt að augun skynja endurkastað ljós. Bókin inniheldur einnig fullkomna formúlu yfir lögmálin um endurkast ljóss og nákvæmar rannsakanir á ljósbrotum (hvernig ljós skín mismunandi þegar að það er brotið upp). Vísindalegar aðferðir Sagnfræðingar segja hann frumkvöðul nútíma-vísindalegra aðferða. Mjög lítill munur var á hans aðferðum og þeim sem notaðar eru í dag.
Ibn al-Haytham
1. Taka eftir, fylgjast með.
2. Vandamál fundið.
3. Tilgáta um lausn vandanns mynduð.
4. Tilraun er gerð til að kanna gildi tilgátunnar.
5. Útkomur tilraunar eru skráðar niður.
6. Útkomurnar eru túlkaðar og niðurstaða fundin.
Nútíminn
1. Ráðgátan er skilgreind.
2. Upplýsinga er aflað um ráðgátuna.
3. Tilgáta er sett fram.
4. Tilraunir eru gerðar til þess að kanna gildi tilgátunnar.
5. Gögn eru skráð og brotin til mergjar.
6. Niðurstöður eru settar fram.
7. Uppgötvunin er opinberuð.
Fyrirmyndir Haythams hafa að öllum líkindum verið þeir Ptolemy og Euclid. Ptolemy var grískur/egypskur stærðfræðingur, landafræðingur, stjörnuspekingur og stjörnufræðingur, en hann fæddist árið 83 e.k. og lést 161 e.k. Hann Euclid var grískur stærðfræðingur sem lagði áherslu á rúmfræði og var uppi á árunum 323-283 f.kr. Rúmfræðin var Ibn al-Haythams sterka hlið. Hún var viðfangsefnið þar sem mest af skrifum hans hafa endst til nútímans og hann hefur verið virtastur fyrir. Hann var einn af þeim fyrstu til að leysa ýmsar stærðfræðitengdar ráðgátur í grískri stærðfræði, bæði í grunn- og framhaldsstærðfræði. Ibn gerði margt annað en að skrifa bókina um ljósfræði. Hann skrifaði u.þ.b. 200 bækur en reyndar hafa aðeins 50 haldið út til dagsins í dag. Hann var fyrsti músliminn til að aðhyllast sólmiðjukenningunni. Í Írak, fæðingarlandi sínu er hann mjög virtur sem og annars staðar, eða hvað er maður þegar maður er kominn inná íraska dinarinn (sem er peningurinn í Írak)?
Ályktarorð
[breyta | breyta frumkóða]Svo við sjáum að Ibn al-Haytham var ekki bara stærðfræðingur, heldur líka náttúrufræðingur á mörgum sviðum. Hann varð frægur fyrir að skrifa brautryðjandi bækur um ljósið og margt (ef ekki bara allt) tengt því. Hann setti fram vísindalegar aðferðir og í dag eru notaðar næstum alveg sömu aðferðir og hann skrifaði niður. Hann var fyrsti maðurinn til að leysa ýmis stærðfræðitengd vandamál en hann var mjög góður í rúmfræði. Honum tókst, fyrstur manna, að lýsa hvernig augun í okkur vinna saman við heilann til að búa til mynd sem við sjáum.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Ibn al-Haytham“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. nóvember 2008.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Book of Optics“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. nóvember 2008.
- Britannica: Ibn al-Haytham
- Ibn al-Haytham í Harvard Magazine Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine
- Ibn al-Haytham á infoplease Geymt 6 nóvember 2008 í Wayback Machine
- Abu Ali al-Hasan ibn al-Haytham