Elizabeth Garrett Anderson
Útlit
Elizabeth Garrett Anderson (fædd 9. júní 1836, dó 17. desember 1917) var enskur læknir og fyrsta konan í Bretlandi til að ljúka prófi í læknisfræði.
Hún lærði á eigin vegum þar sem henni gafst ekki kostur á skólagöngu og fékk lækningaleyfi 1865.
Hún var læknir við Marylone Dispensary for Women and Children, sem nú heitir Elizabeth Garrett Anderson Hospital og er nú eingöngu mannað konum og fyrir kvensjúklinga.
Hún var fyrsta konan sem varð borgarstjóri í Bretlandi, 9. nóvember 1908 var hún kjörin borgarstjóri Aldeburgh.