Elfdælska
Elfdælska övdalsk, övdalską | ||
---|---|---|
Málsvæði | Svíþjóð | |
Heimshluti | Dalir, Svíþjóð | |
Fjöldi málhafa | um 3.000 | |
Sæti | ekki meðal 100 efstu | |
Ætt | Indóevrópskt
Germanskt | |
Skrifletur | Latneskt stafróf | |
Opinber staða | ||
Stýrt af | Sænskri málstöð | |
Tungumálakóðar | ||
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Elfdælska (övdalsk eða övdalską, sænska: älvdalska eða älvdalsmål) er austurnorrænt tungumál talað í Älvdalen, í héraðinu Dölum í Svíþjóð. Um tvö til þrjú þúsund manns tala elfdælsku. Eins og önnur norræn tungumál á elfdælska rætur sínar að rekja til fornnorrænu, en hún þróaðist frekar einangruð frá miðöldum og telst nánari fornnorrænu en hin skandinavísku málin. Elfdælsk málfræði er nokkuð svipuð þeirri íslensku, til dæmis hafa föll varðveist og sagnbeygingar eru flóknari en í sænsku. Þó að elfdælskan hafi haldið við mörgum gömlum málfræðilegum fyrirbærum hafa nýjungar í málinu líka þróast.
Frá hljóðfræðilegu sjónarhorni er elfdælska frekar svipuð sænsku og norsku hvað varðar fjölda og eiginleika sérhljóða, en nefmælt sérhljóð eru líka til í málinu. Tannbergsmælt önghljóð /ð/ hefur líka varðveist, en það er horfið frá öllum öðrum norrænum málum nema dönsku og íslensku. Áherslan er yfirleitt á fyrsta atkvæði orðs.
Elfdælska hefur verið talin mállýska sænsku, en er yfirleitt í dag talin aðskilið tungumál. Munurinn á elfdælsku og sænsku er meiri en á sænsku og norsku.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Älvdalskan är ett språk – inte en svensk dialekt“ (sænska). Aftonbladet. Sótt 10. maí 2015.