Egils Levits
Egils Levits | |
---|---|
Forseti Lettlands | |
Í embætti 8. júlí 2019 – 8. júlí 2023 | |
Forsætisráðherra | Arturs Krišjānis Kariņš |
Forveri | Raimonds Vējonis |
Eftirmaður | Edgars Rinkēvičs |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 30. júní 1955 Ríga, lettneska sovétlýðveldinu (nú Lettlandi) |
Stjórnmálaflokkur | Lettneska leiðin (1993–1994) |
Maki | Andra Levite (g. 1991) |
Börn | 2 |
Háskóli | Hamborgarháskóli |
Undirskrift |
Egils Levits (f. 30. júní 1955) er lettneskur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem er fyrrverandi forseti Lettlands. Hann var kjörinn forseti í maí árið 2019 og tók við forsetaembættinu þann 8. júlí sama ár. Hann gegndi embættinu í eitt fjögurra ára kjörtímabil, til 8. júlí 2023.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Faðir Egils Levits var Gyðingur.[1] Móður hans var vísað burt frá Lettlandi árið 1949.[2] Fjölskyldan fluttist til Vestur-Þýskalands árið 1972[3] og Levits stundaði gagnfræðanám við Das Lettische Gymnasium in Münster, sem var eini lettneski skólinn í Vestur-Evrópu á meðan Lettland var undir yfirráðum Sovétríkjanna.[4] Hann nam síðar lögfræði og stjórnvísindi við Hamborgarháskóla.[3] Frá 1984 til 1986 vann hann sem rannsakandi við Kílarháskóla.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Undir lok níunda áratugarins varð Levits virkur í sjálfstæðishreyfingu Letta undan Sovétríkjunum. Hann var meðal annars meðlimur í Þjóðfylkingu Lettlands. Levits var einn af höfundum yfirlýsingar um endurreist sjálfstæði Lettlands sem samþykkt var af æðstaráði lettneska sovétlýðveldisins þann 4. maí 1990.[3]
Frá 1992 til 1993 starfaði Levits sem sendiherra Lettlands í Þýskalandi og Sviss. Árið 1993 var hann kjörinn á lettneska þingið (Saeima) með framboðslista Lettnesku leiðarinnar (Latvijas Ceļš). Levits hlaut sæti í ríkisstjórn Valdis Birkavs (1993–1994) sem varaforsætisráðherra, dómsmálaráðherra og starfandi utanríkisráðherra.[3] Eftir um eins árs setu í ríkisstjórnini varð hann sendiherra á ný frá 1994 til 1995, í þetta sinn í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi.[3]
Árið 1995 varð Levits dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og síðan við Evrópudómstólinn árið 2004. Levits hefur jafnframt verið sáttasemjari við gerðardóm Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og við Fasta gerðardóminn í Haag.[3]
Forseti
[breyta | breyta frumkóða]Levits var í framboði til embættis forseta Lettlands árin 2011 og 2015, þá með stuðningi þingflokks lettneska Þjóðarbandalagsins. Árið 2015 lenti hann í öðru sæti, á eftir Raimonds Vējonis.[3]
Levits var kjörinn forseti í fyrstu kosningaumferð þingsins þann 29. maí árið 2019 með 61 atkvæðum gegn 32.[5][6] Juris Jansons og Didzis Šmits voru einnig í framboði í kosningunum. Levits tók við forsetaembættinu þann 8. júlí 2019.[7][8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ «MPs elect ex-Soviet dissident with Jewish roots as Latvian president», The Times of Israel, 29. mai 2019. Lest 29. mai 2019.
- ↑ «Son of Jewish engineer elected president of Latvia», Jewish telegraphic agency, 29. mai 2019. Lest 29. mai 2019.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 3,6 «Latvia's presidential candidates: Egils Levits», LSM, 17. mai 2019.
- ↑ «Lettland: Neuer Staatspräsident Raimond Vējonis nach Abstimmungsmarathon gewählt», Lettische Presseschau, 3. juni 2015. Lest 29. mai 2019.
- ↑ „Saeima elects Egils Levits as President of Latvia“. Saeima. Sótt 9. mars 2023.
- ↑ «Egils Levits elected as President of Latvia», Baltic News Network, 29. maí 2019. Skoðað 6. mars 2023.
- ↑ „Egils Levits becomes Latvian president“. LSM.lv (enska). 8. júlí 2019. Sótt 9. mars 2023.
- ↑ „Egils Levits officially becomes President of Latvia“. Baltic News Network. 8. júlí 2019. Sótt 9. mars 2023.
Fyrirrennari: Raimonds Vējonis |
|
Eftirmaður: Edgars Rinkēvičs |