Christoffer Huitfeldt
Christoffer Huitfeldt (Kristófer Hvítfeldur, um 1501 – 8. nóvember 1559) var flotaforingi í danska flotanum, meðlimur danska ríkisráðsins, og hirðstjóri, meðal annars á Íslandi árin 1541-1542. Hann fór ásamt fleirum gegn Kristjáni II og var skipherra í Greifastríðinu. Hann studdi Kristján III til ríkis og þáði ýmis lén af honum fyrir. Framganga hans við að innleiða siðaskiptin í Danmörku hefur líklega orðið til þess að hann fékk Ísland að léni árið 1541, en síðan Stafangur í Noregi 1543. 1553 varð hann meðlimur í danska ríkisráðinu.
Handtaka Ögmundar biskups
[breyta | breyta frumkóða]Huitfeldt kom til Íslands á skipi sínu stuttu eftir 20. maí 1541 til að taka höndum Ögmund Pálsson biskup sem konungur áleit ábyrgan fyrir morðinu á fógetanum Diðriki frá Minden, í Skálholti 10. ágúst 1539. Þeir Gissur Einarsson, valinn eftirmaður Ögmundar, hittust í Kópavogi 31. maí. 2. júní komu Danir að Hjalla í Ölfusi, handtóku Ögmund og fluttu í skipið. Á Alþingi um sumarið bar Huitfeldt upp óskir konungs um „landshjálpina“, eða sérstakan skatt sem Gissur reiðir strax fram (600 lóð silfurs fyrir Skálholtsstifti) en Jón Arason ekki fyrr en árið 1545. Með það fer Huitfeldt á skipi sínu með Ögmund fanginn til Danmerkur 5. júlí, eða þar um bil. Ögmundur hefur líklega látist í hafi 13. júlí.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Dansk Biografisk Leksikon hjá Projekt Runeberg
- Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin, Reykjavík, gefin út af börnum höfundar, 1989
Fyrirrennari: Claus van der Marwitzen |
|
Eftirmaður: Otte Stigsen Hvide |