Fara í innihald

American Friends Service Committee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandaríska vináttu- og þjónustunefndin
SkammstöfunAFSC
Stofnun1917; fyrir 108 árum (1917)
GerðFriðarsamtök
HöfuðstöðvarFáni Bandaríkjana Philadelphiu, Pennsylvaniu, Bandaríkjunum
AðalritariJoyce Ajlouny
LykilmennRufus Jones (stofnandi)
Vefsíðaafsc.org
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1947)

American Friends Service Committee (ísl. Bandaríska vináttu- og þjónustunefndin[1]) er stofnun bandarískra kvekara sem vinnur að friði og samfélagsréttlæti í Bandaríkjunum og um allan heim.

Samtökin voru stofnuð árið 1917 að undirlagi dr. Rufusar Jones, sem kom fram í forsvari til Bandaríkjastjórnar í fyrri heimsstyrjöldinni til að fá undanþágu frá herkvaðningu fyrir kvekara. Svo var búið um hnútana að kvekarar fengu í gegnum AFSC að gegna margvíslegu hjálparstarfi í stað herþjónustu og tóku meðal annars þátt í endurbyggingu fjölda franskra þorpa í kjölfar stríðsins.[2]

Árið 1947 tóku samtökin við Friðarverðlaunum Nóbels ásamt breskum systursamtökum sínum, Friends Service Council, fyrir hönd kvekara.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „„Eru Bandaríkin eini ógnvaldur friðar í heiminum?". Morgunblaðið. 14. júlí 1982. Sótt 9. maí 2020.
  2. „Kvekarar fengu friðarverðlaun Nobels“. Lesbók Morgunblaðsins. 6. júní 1948. Sótt 9. maí 2020.
  3. „Merkilegur trúarflokkur“. Tíminn. 27. nóvember 1947. Sótt 9. maí 2020.