Þórsfjall
Útlit
Þórsfjall (enska: Mount Thor eða Thor Peak) er fjall á Baffinslandi sem tilheyrir sjálfstjórnarhéraðinu Núnavút í Kanada. Það er hluti af Baffinfjöllunum á norðanverðri eynni og er í Auyuittuq-þjóðgarðinum.
Fjallið er 1675 m hátt og þar er hæsta þverhnípta standberg heims, 1250 metrar. Þangað er því töluvert sótt af fjallgöngumönnum þótt fjallið sé afskekkt. Það var fyrst klifið árið 1953.