Upplýsingin á Íslandi
Útlit
Saga Íslands | ||
Eftir tímabilum | ||
---|---|---|
| ||
| ||
| ||
Eftir umfjöllunarefni | ||
Upplýsingaöld á Íslandi er tímabil upplýsingarinnar á Íslandi, sem hófst á miðri 18. öld þegar miklum breytingum var hrundið af stað í íslenskum stjórnmálum að frumkvæði Dana auk þess sem framfarir urðu í landbúnaði og garðrækt. Ýmislegt var gert í trú- og fræðslumálum og rannsóknarferðir til landsins voru tíðar. Mörg fræðifélög voru stofnuð og tímarit gefin út, þar á meðal Skírnir, sem Hið íslenska bókmenntafélag sem gaf út. Félagið er enn starfandi og Skírnir er elsta starfandi tímarit á Norðurlöndunum.
Helstu boðberar upplýsingarinnar á Íslandi
- Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson fóru í rannsóknarferð um landið (1752-1757) og skrifuð merka ferðabók 1772, sem var kölluð Ferðabók Eggerts og Bjarna.
- Björn Halldórsson, prestur í Sauðlauksdal gerði tilraunir með melgresi, til að hefta fok, en einnig hóf hann ræktun ýmissa garðjurta.
- Jón Steingrímsson, eldklerkur starfaði á tímum Móðuharðinda og skrifaði merka greinargerð um Skaftárelda, sem var kölluð eldritið.
- Jón Þorkelsson Thorcillius skólameistari í Skálholti, ánafnaði eigum sínum til stofnunar fyrsta barnaskólans á Íslandi.
- Jón Þorláksson frá Bægisá þýddi nokkur merk rit, þ.á m. Tilraun um manninn og Paradísarmissi.
- Magnús Ketilsson, sýslumaður í Búðardal, var mikill jarðræktarfrömuður, gerði miklar ræktunartilraunir og samdi rit um búfræði. Hann var líka lengi helsti forvígismaður Hrappseyjarprentsmiðju og gaf út Islandske Maanedstidende, fyrsta tímarit sem prentað var á Íslandi.
- Magnús Stephensen (f. 1762), háyfirdómari stofnaði Landsuppfræðingarfélagið og keypti Hrappseyjarprentsmiðju.
- Skúli Magnússon, landfógeti hóf fyrstur verksmiðjurekstur á Íslandi, er hann ásamt öðrum stofnaði Innréttingarnar 1752.