Fara í innihald

Kirkjugoðaveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saga Íslands

Eftir tímabilum

Miðaldir á Íslandi
Nýöld á Íslandi
Nútíminn á Íslandi

Eftir umfjöllunarefni

Kirkjugoðaveldi er tímabil í sögu Íslands sem nær frá stofnun tíundar 1097, sem jók mjög auðæfi og völd biskupsstólanna og kirkna sem heyrðu undir gömlu höfðingjaættirnar, til 1179 þegar Þorlákur helgi Þórhallsson hóf að krefjast sjálfsforræðis fyrir kirkjurnar. Fram að staðamálum fyrri gátu þeir höfðingjar sem áttu kirkjur á jörðum sínum hagnast á tíundinni en með staðamálum áttu þeir á hættu að missa þessa tekjulind. Þorlákur náði þó ekki nema forræði yfir nokkrum kirkjustöðum meðan hann lifði. Við það að eiga ekki lengur óskoruð yfirráð yfir kirkjum urðu yfirráð helstu höfðingjaætta yfir biskupsstólunum enn mikilvægari en áður og átök um þá hluti af átökum Sturlungaaldar.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.