Rosalind Franklin
Rosalind Elsie Franklin (f. 25. júlí 1920 - d. 16. apríl 1958) var breskur eðlisefnafræðingur og kristallafræðingur. Rannsóknir hennar gegndu lykilhlutverki í skilningi manna á uppbyggingu DNA, vírusa, kols og grafíts. Franklin er best þekkt fyrir þátt sinn í uppgötvun á uppbyggingu DNA sameindarinnar árið 1953. Hún lést árið 1958 úr krabbameini.