Johannes Kepler
Johannes Kepler (27. desember 1571 – 15. nóvember 1630) var þýskur stjarnfræðingur og stærðfræðingur. Hann er þekktastur fyrir þrjú lögmál sem við hann eru kennd, eitt þeirra segir að reikistjörnurnar ferðist á sporbaugslaga brautum umhverfis sól sína, með sólina í öðrum brennipunkti sporbaugsins. Fyrstu tvö lögmálin setti hann fram 1609 og það þriðja 10 árum síðar. Lögmálin voru reynslulögmál, sem þýðir það að þau voru byggð á athugunum og mælingum, en ekki útleidd stærðfræðilega. Niðurstöður sínar byggði hann á athugunum Tycho Brahe. Það beið þar til Isaac Newton kom fram með þyngdaraflslögmál sitt, sem segir að tveir hlutir dragist hvor að öðrum í réttu hlutfalli við massa þeirra og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina á milli þeirra í öðru veldi. Út frá þessu lögmáli Newtons má síðan leiða lögmál Keplers stærðfræðilega.


Tengill
breyta- Stjörnufræðivefurinn: Keplerssjónaukinn Geymt 17 janúar 2011 í Wayback Machine