5. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
5. janúar er 5. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 360 dagar (361 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 269 - Felix 1. varð páfi.
- 1387 - Jóhann 1. varð konungur Aragóníu og Valensíu eftir að faðir hans, Pétur 4., lést.
- 1435 - Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup var í Flórens og veitti Eugenius 4. páfi honum lausn frá biskupsstörfum á Hólum og lét hann fá Skálholt í staðinn, þar sem hafði verið biskupslaust. Þó bentir allt til þess að Gozewijn Comhaer hafi verið vígður Skálholtsbiskup sama ár. Hann fór til Íslands 1437.
- 1477 - Karl djarfi hertogi af Búrgund féll í orrustunni um Nancy.
- 1665 - Vísindatímaritið Journal des sçavans hóf göngu sína í Frakklandi.
- 1762 - Pétur 3. varð Rússakeisari. Honum var steypt af stóli nokkrum mánuðum síðar og hann síðan myrtur. Talið er að kona hans, Katrín mikla, hafi staðið að baki tilræðinu.
- 1848 - Franskir skipbrotsmenn komu að landi í Breiðdal eftir mikla hrakninga í hafi. Þeir fóru frá Noregi í október og ætluðu til Frakklands.
- 1874 - Fyrsta stjórnarskrá Íslands var staðfest af konungi og gekk í gildi 1. ágúst.
- 1905 - Fótboltafélagið Central Español stofnað í Úrúgvæ.
- 1931 - Fyrsta barnið fæddist á Landspítalanum, tveimur vikum eftir að hann var tekinn í notkun.
- 1941 - Dreifibréfsmálið: Fjölrituðu bréfi var dreift til breskra hermanna í Reykjavík og þeir hvattir til þess að ganga ekki í störf Íslendinga sem voru í verkfalli.
- 1946 - Frumsýnd fyrsta kvikmynd sem tekin var á Íslandi með tónum og tali. Myndin var um lýðveldishátíðina 17. júní 1944.
- 1957 - Leikfélag Kópavogs var stofnað.
- 1968 - Vorið í Prag hófst þegar Alexander Dubček tók við sem forseti Tékklands.
- 1970 - Yfir 15.000 manns létust í jarðskjálfta í Júnnanhéraði í Kína.
- 1972 - Richard Nixon gaf skipun um að Geimskutluáætlunin skyldi hafin.
- 1975 - Málmflutningaskipið Lake Illawarra rakst á Tasmanbrúna í Tasmaníu með þeim afleiðingum að sjö skipverjar og fimm ökumenn létust.
- 1978 - Nýlistasafnið var stofnað í Reykjavík.
- 1978 - Bülent Ecevit varð forsætisráðherra Tyrklands.
- 1979 - Breska hljómsveitin Queen gaf út lagið „Don't Stop Me Now“.
- 1981 - Pauli Ellefsen varð lögmaður Færeyja.
- 1983 - Ein dýpsta lægð sem vitað er um gekk yfir landið, en olli ekki teljandi tjóni. Loftþrýstingur í miðju lægðarinnar var 932 hektópasköl (millibör).
- 1984 - Ítalski leikstjórinn Giuseppe Fava var myrtur af mafínunni í Catania.
- 1985 - Richard Stallman sagði starfi sínu hjá MIT lausu og hóf á fullu vinnu við GNU-verkefnið.
- 1991 - Fyrsta Suður-Ossetíustríðið hófst á því að georgískar hersveitir réðust inn í Tskinvali.
- 1993 - Olíuflutningaskipið Braer strandaði við Hjaltlandseyjar.
- 1996 - Hamasliðinn Yahya Ayyash var myrtur með farsímasprengju sem ísraelska öryggisstofnunin Shin Bet hafði komið fyrir.
- 1997 - Rússar drógu herlið sitt frá Téténíu.
- 2000 - Ráðstefna Al-Kaída í Kúala Lúmpúr hófst í Malasíu.
- 2002 - Enska fyrirtækið Arriva tók við rekstri járnbrauta DSB á Mið- og Vestur-Jótlandi.
- 2003 - 20 létust þegar tveir palestínskir sjálfsmorðssprengjumenn réðust á strætisvagnastöð í Tel Avív.
- 2004 - Sala á erfðabreyttum skrautfiskum hófst í bandarískum gæludýrabúðum.
- 2005 - Hópur vísindamanna í Palomar-stjörnuathugunarstöðinni uppgötvaði dvergreikistjörnuna Eris.
- 2006 - Intel Core-örgjörvinn kom fyrst á markað.
- 2007 - Orkufyrirtækið Geysir Green Energy var stofnað í Reykjanesbæ.
- 2007 - Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar voru veitt í fyrsta sinn.
- 2010 - Ólafur Ragnar Grímsson forseti undirritaði ekki lög um ríkisábyrgð vegna Icesave og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2019 – Bartólómeus 1. af Konstantínópel heimilaði sjálfstæði Úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar frá þeirri rússnesku.
- 2020 – Seinni umferð forsetakosninga fór fram í Króatíu. Sitjandi forseti landsins, Kolinda Grabar-Kitarović, beið ósigur gegn mótframbjóðanda sínum, fyrrum forsætisráðherranum Zoran Milanović.
- 2021 – Aukakosningar fóru fram um tvö sæti á öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíufylki. Frambjóðendur Demókrataflokksins unnu bæði sætin og skiluðu flokknum þannig naumum þingmeirihluta á öldungadeildinni.
Fædd
breyta- 1592 - Shah Jahan Mógúlkeisari (d. 1666).
- 1614 - Leópold Vilhelm erkihertogi af Austurríki (d. 1662).
- 1696 - Giuseppe Galli-Bibiena, ítalskur arkitekt (d. 1757).
- 1767 - Jean-Baptiste Say, franskur kaupmaður (d. 1832).
- 1833 - Sophus Bugge, norskur málvísindamaður (d. 1907).
- 1842 - Þorsteinn Sveinbjörnsson Egilson, íslenskur kaupmaður (d. 1911).
- 1846 - Rudolf Eucken, þýskur heimspekingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1926).
- 1876 - Konrad Adenauer, Þýskalandskanslari (d. 1967).
- 1891 - Bill Cody, kanadískur leikari (d. 1948).
- 1902 - Adolfo Zumelzú, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1973).
- 1921 - Jóhann af Lúxemborg, stórhertogi (d. 2019).
- 1925 - Hulda Jensdóttir, íslensk ljósmóðir.
- 1928 - Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistans (d. 1979).
- 1928 - Walter Mondale, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2021).
- 1931 - Robert Duvall, bandarískur leikari.
- 1932 - Umberto Eco, ítalskur rithöfundur. (d. 2016)
- 1938 - Jóhann Karl 1. Spánarkonungur.
- 1940 - Iðunn Steinsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1952 - Uli Hoeneß, þýskur knattspyrnumaður.
- 1956 - Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands.
- 1962 - Shinobu Ikeda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Davíð Þór Jónsson, íslenskur prestur.
- 1967 - Markus Söder, þýskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Marilyn Manson, bandarískur söngvari.
- 1972 - Sakis Rouvas, grískur söngvari.
- 1975 - Émerson Carvalho da Silva, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1975 - Bradley Cooper, bandarískur leikari.
- 1978 - Emilia Rydberg, sænsk söngkona.
- 1980 - Sebastian Deisler, þýskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Fellipe Bertoldo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1994 - Daði Ólafsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1066 - Játvarður góði Englandskonungur (f. um 1003).
- 1465 - Karl hertogi af Orléans (f. 1394).
- 1477 - Karl djarfi hertogi af Búrgund (f. 1433).
- 1589 - Katrín af Medici, drottning Hinriks 2. Frakkakonungs (f. 1519).
- 1656 - Þorlákur Skúlason, biskup á Hólum (f. 1597).
- 1762 - Elísabet Rússakeisaraynja (f. 1709).
- 1922 - Sir Ernest Shackleton, breskur pólfari (f. 1874)
- 1933 - Calvin Coolidge, Bandaríkjaforseti (f. 1872).
- 1939 (tilkynnt) - Amelia Earhart, bandarískur flugmaður (f. 1897).
- 1969 - Samúel Jónsson, íslenskur alþýðulistamaður (f. 1884).
- 1979 - Halldór Stefánsson, íslenskur rithöfundur (f. 1892).
- 1981 - Harold Urey, bandarískur efnafræðingur (f. 1893).
- 1997 - André Franquin, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1924).
- 2001 - G.E.M. Anscombe, enskur heimspekingur (f. 1919).
- 2014 - Eusébio, portúgalskur knattspyrnumaður (f. 1942).