1709
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1709 (MDCCIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 19. júlí - Helgu Magnúsdóttur, barnsmóður Þórðar Þorkelssonar Vídalín, drekkt fyrir barnsmorð.
- 18. nóvember - Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal brann. Barn fórst í eldinum og mikil verðmæti töpuðust.
- Stórubólu lauk. Bólusóttin hafði gengið um Ísland frá 1707 og lagt allt að þriðjung þjóðarinnar í gröfina.
- Árni Magnússon giftist ríkri ekkju, Mette Fischer.
- Tvær galdraskræður fundust í fjörunni á Stokkseyri, merktar Þórdísi Markúsdóttur (Stokkseyrar-Dísu) og Markúsi Guðmundssyni. Þau sóru fyrir að eiga bækurnar.
Fædd
Dáin
Opinberar aftökur
Erlendis
breyta- 6. janúar - Mesta kuldatímabil í Evrópu í 500 ár hófst og stóð í þrjá mánuði. Tugþúsundir manna dóu úr kulda og enn fleiri úr hungri vegna uppskerubrests um sumarið og haustið.
- 2. febrúar - Alexander Selkirk, fyrirmyndinni að Róbinson Krúsó, var bjargað af eyðieyju.
- 8. júlí - Sænski herinn undir stjórn Karls 12. beið ósigur fyrir Rússum í orrustunni við Poltava. Karl konungur flúði til Tyrklands.
- Danir sögðu Svíum stríð á hendur. Sænski flotinn settist um Kaupmannahöfn.
- Fyrstu höfundaréttarlögin sett í Englandi.
- Bartolommeo Cristofori smíðaði fyrsta píanóið.
Fædd
- 24. febrúar - Jacques de Vaucanson, franskur uppfinningamaður (d. 1782).
- 16. ágúst - Ludvig Harboe, biskup á Hólum, í Skálholti og seinna á Sjálandi (d. 1783).
- 18. september - Samuel Johnson, enskur rithöfundur og orðabókarhöfundur (d. 1784).
- 18. desember - Elísabet Rússakeisaraynja (d. 1762).
Dáin
- 8. febrúar - Giuseppe Torelli, ítalskt tónskáld (f. 1658).
- 2. apríl - Giovanni Battista Gaulli, ítalskur listmálari (f. 1639).
- 8. desember - Thomas Corneille, franskt leikskáld (f. 1625).
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.