Grágás
Útlit
Útgáfur af
Grágás
Höfundur: óþekktur
Grágás
Höfundur: óþekktur
Grágás er lagasafn þjóðveldistímabilsins (930 – 1262/64). Lögin sem það inniheldur voru byggð á Gulaþingslögum frá Noregi. Lög þess féllu úr gildi með lögtöku Járnsíðu á árunum 1271 til 1274. Lagasafnið er varðveitt í nokkrum misheillegum handritum en Staðarhólsbók (AM 334 fol.) og Konungsbók (GKS 1157 fol.) eru þau ítarlegustu.
Útgáfur af Grágás eru eftirfarandi:
- Jus ecclesiasticum vetus (1776), Grímur Jónsson Thorkelín (1752–1829)
- „Kristinna laga þáttur“, úr handritinu GKS 1157 fol. (Konungsbók). Gefin út í Kaupmannahöfn og Leipzig. Texti á latínu og fornnorrænu. Fullur titill: Jus ecclesiasticum vetus sive Thorlaco-Ketillianum constitutum an. chr. MCXXIII og á íslensku: Kristniréttur hinn gamli eða Þorláks-Ketils settur árið 1123.
- Hin forna lögbók Íslendinga sem nefnist Grágás (1829), Þórður Sveinbjörnsson (1786–1856) og Johan Frederik Vilhelm Schlegel (1765–1836)
- Veraldlegur réttur Grágásar, úr handritunum AM 334 fol. (Staðarhólsbók) og GKS 1157 fol. (Konungsbók). Gefinn út í Kaupmannahöfn í tveimur bindum. Texti á latínu og fornnorrænu.
- Grágás: Islændernes lovbog i fristatens tid (1852–1883), Vilhjálmur Finsen (1823–1892)
- Konungsbók, 1852
- Stafrétt útgáfa af handritinu GKS 1157 fol. (Konungsbók). Gefinn út í Kaupmannahöfn í tveimur bindum. Texti á dönsku og fornnorrænu.
- Staðarhólsbók, 1879
- Stafrétt útgáfa af handritinu AM 334 fol. (Staðarhólsbók). Gefinn út í Kaupmannahöfn. Texti á dönsku og fornnorrænu.
- Skálholtsbók, 1883
- Stafrétt útgáfa af handritinu AM 351 fol. (Skálholtsbók) ásamt öðrum handritsbrotum Grágásar. Inniheldur einnig skýringar og atriðisorðaskrá fyrir verkin þrjú. Gefinn út í Kaupmannahöfn. Texti á dönsku og fornnorrænu.
- Konungsbók, 1852
- Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins (1992), Gunnar Karlsson (1939–2019), Kristján Sveinsson (f. 1960), Mörður Árnason (f. 1953)
- Samsteypa gerð eftir útgáfu Vilhjálms Finsens. Texti færður til samræmdrar nútímastafsetningar. Önnur prentun 1997 og aftur 2001 með örfáum leiðréttingum.