Yrki
Útlit
Yrki er flokkunarheiti sem er undirskipað tegund. Yrki er aðeins notað um jurtir. Yrkisheitið kemur á eftir tegundarheiti með skammstöfunina „var.“ á milli. Í dýrafræði er notast við kyn eða deilitegund. Yrki er líka oft notað sem samheiti við kvæmi eða ræktunarafbrigði, til dæmis í yrkisrétti sem fjallar um kvæmi en ekki yrki í þessari líffræðilegu merkingu.
Dæmi um yrki eru Beta vulgaris var. vulgaris (rauðrófa) og Petroselinum crispum var. neapolitanum (breiðblaða steinselja).