Fara í innihald

Uppeldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nepölsk kona með barn sitt

Uppeldi er sú aðferð að styðja líkamlega, tilfinningalega, samfélagslega og vitsmunalega þróun barns frá fæðingu til fullorðinsára. Algengast er að kynforeldrar barnsins ali það upp, en það getur líka verið eldra systkin, forráðamaður, annar fjölskyldumeðlimur eða fjölskylduvinur sem gerir það eða tekur þátt í því. Stjórnvöld og samfélagið hafa líka hlutverki að gegna í uppeldi barns. Í mörgum tilfellum alast munaðarleysingjar upp hjá fólki sem er ekki skylt þeim. Önnur börn eru ættleidd, alast upp í fóstri eða eru sett á munaðarleysingjaheimili.

Uppeldi er mjög margvíslegt og ræðst mikið til af samfélagsaðstæðum foreldranna. Stétt og efnahagur eru sterkustu áhrifaþættir í uppeldi barna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.